Viðskipti innlent

Bein út­sending: „Land­búnaður er al­manna­hags­munir“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Vísir/Vilhelm

Bændasamtök Íslands ásamt Samtökum ungra bænda, Samtökum smáframleiðenda matvæla, Beint frá býli, Samtaka afurðastöðva í mjólkurframleiðslu og Samtök fyrirtækja í landbúnaði boða til fundar á Hótel Hilton Nordica miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13 til 15:30.

„Landbúnaður er almannahagsmunir og það er undir þeim formerkjum sem við ætlum að sameinast um að halda merkjum landbúnaðarins hátt á lofti,“ segir á vef Bændasamtakanna.

Fundurinn verður í beinu streymi

Ætla má að tilefni fundarins sé ostamálið svokallaða en umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

Á dögunum sendu forsvarsmenn samtakanna sem að fundinum standa frá sér fréttatilkynningu þar sem komið var á framfæri hörðum mótmælum vegna áforma fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á tollflokkun mjólkurafurða eins og þær eru kynntar í áformaskjali í samráðsgátt stjórnvalda. Síðan þá hefur verið fallið frá áformunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×