Strákar og stálp fá styrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 11:33 Fulltrúar HR ásamt styrktaraðilum. Háskólinn í Reykjavík fagnar nýundirrituðu samkomulagi milli Háskólans í Reykjavík og JBT Marel og Brim um styrkveitingu fyrir viðburðinum Strákar og stálp í háskóla sem mun fara fram nú í vor. Strákar og stálp í háskóla er nýtt átaksverkefni sem er skipulagt að fyrirmynd Stelpur, stálp og tækni sem haldið hefur verið árlega í HR síðan árið 2013. Á viðburðinum er strákum og stálpum boðið að koma í háskólann og þeim veitt innsýn í háskólaumhverfið og þeim kynntar fyrirmyndir og tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði að námi loknu. Boðið verður upp á að kynnast völdum fyrirtækjum og hlýða á hvetjandi fyrirlestra frá fyrirmyndum úr háskólaumhverfinu og atvinnulífinu. Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni hjá HR, segir í tilkynningu að staða drengja í íslensku menntakerfi hafi verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu síðastliðin ár. „Við í HR höfum í dágóðan tíma haft áhuga á að halda viðburð sem ætlað er að fanga áhuga drengja strax á grunnskólastigi og fá þá til að sjá framtíðina fyrir sér. Það er okkur því afar mikilvægt að hljóta styrk til að geta hrint þessu verkefni í framkvæmd. Viljum við með þessu hvetja og kynna strax á grunnskólastigi það fjölbreytta úrval sem er í boði innan háskólans og þau tækifæri sem bíða úti í atvinnulífinu í framtíðinni.“ Ragnhildur Helgadóttir rektor HR segir í tilkynningunni sanna ánægju að bjóða stráka og stálp í 9. bekk velkomin í HR og kynna þau fyrir öllum þeim fjölbreyttu möguleikum sem eru í boði. „Það er vissulega svo að strákar eru meirihluti nemenda í HR heilt yfir, en við viljum fá fleiri og hér eru greinar þar sem teljum nauðsyn að fá fleiri stráka inn, ég nefni sálfræði sem dæmi. Síðan má segja að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar sem háskóla í litlu samfélagi að breiða út boðskapinn um mikilvægi menntunar með hinum ýmsu leiðum, burtséð frá öðrum markmiðum. Þessi viðburður er einn liður í því,“ segir Ragnhildur. Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri JBT Marel, segir í tilkynningu Ísland hafa staðið sig vel í nýsköpun og tækni meðal annars vegna náins samstarfs skóla og atvinnulífs. „Við erum spennt að vinna áfram með Háskólanum í Reykjavík að því að hvetja unga fólkið okkar til náms og hjálpa þeim að skilja hvaða möguleika framtíðin ber í skauti sér. Það er einnig sérstök ánægja að fá að koma að þessu mikilvæga verkefni við hlið Brim sem hefur verið öflugur samstarfsaðili okkar um árabil.“ Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim tekur undir í tilkynningunni. „Sjávarútvegur, jafnt veiðar sem vinnsla, treysta sífellt meira á tækni, bæði öflugri vélbúnað og ekki síður hugbúnað við stjórnun, vinnslu gagna og ákvarðanatöku. Við þróun tækni er mikilvægt að viðhalda arfi handverksins og verklegrar þekkingar sem í sjávarútvegi á Íslandi sem Íslendingar hafa varðveitt. Við í Brimi viljum með þátttöku í verkefninu Strákar og stálp í háskóla stuðla að því að strákar sæki sér menntun og aukna þekkingu og mæti vel nestaðir til þátttöku í atvinnulífinu og tryggi þannig framþróun og framfarir.“ Háskólar Brim JBT Marel Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Strákar og stálp í háskóla er nýtt átaksverkefni sem er skipulagt að fyrirmynd Stelpur, stálp og tækni sem haldið hefur verið árlega í HR síðan árið 2013. Á viðburðinum er strákum og stálpum boðið að koma í háskólann og þeim veitt innsýn í háskólaumhverfið og þeim kynntar fyrirmyndir og tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði að námi loknu. Boðið verður upp á að kynnast völdum fyrirtækjum og hlýða á hvetjandi fyrirlestra frá fyrirmyndum úr háskólaumhverfinu og atvinnulífinu. Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla og sjálfbærni hjá HR, segir í tilkynningu að staða drengja í íslensku menntakerfi hafi verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu síðastliðin ár. „Við í HR höfum í dágóðan tíma haft áhuga á að halda viðburð sem ætlað er að fanga áhuga drengja strax á grunnskólastigi og fá þá til að sjá framtíðina fyrir sér. Það er okkur því afar mikilvægt að hljóta styrk til að geta hrint þessu verkefni í framkvæmd. Viljum við með þessu hvetja og kynna strax á grunnskólastigi það fjölbreytta úrval sem er í boði innan háskólans og þau tækifæri sem bíða úti í atvinnulífinu í framtíðinni.“ Ragnhildur Helgadóttir rektor HR segir í tilkynningunni sanna ánægju að bjóða stráka og stálp í 9. bekk velkomin í HR og kynna þau fyrir öllum þeim fjölbreyttu möguleikum sem eru í boði. „Það er vissulega svo að strákar eru meirihluti nemenda í HR heilt yfir, en við viljum fá fleiri og hér eru greinar þar sem teljum nauðsyn að fá fleiri stráka inn, ég nefni sálfræði sem dæmi. Síðan má segja að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar sem háskóla í litlu samfélagi að breiða út boðskapinn um mikilvægi menntunar með hinum ýmsu leiðum, burtséð frá öðrum markmiðum. Þessi viðburður er einn liður í því,“ segir Ragnhildur. Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri JBT Marel, segir í tilkynningu Ísland hafa staðið sig vel í nýsköpun og tækni meðal annars vegna náins samstarfs skóla og atvinnulífs. „Við erum spennt að vinna áfram með Háskólanum í Reykjavík að því að hvetja unga fólkið okkar til náms og hjálpa þeim að skilja hvaða möguleika framtíðin ber í skauti sér. Það er einnig sérstök ánægja að fá að koma að þessu mikilvæga verkefni við hlið Brim sem hefur verið öflugur samstarfsaðili okkar um árabil.“ Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim tekur undir í tilkynningunni. „Sjávarútvegur, jafnt veiðar sem vinnsla, treysta sífellt meira á tækni, bæði öflugri vélbúnað og ekki síður hugbúnað við stjórnun, vinnslu gagna og ákvarðanatöku. Við þróun tækni er mikilvægt að viðhalda arfi handverksins og verklegrar þekkingar sem í sjávarútvegi á Íslandi sem Íslendingar hafa varðveitt. Við í Brimi viljum með þátttöku í verkefninu Strákar og stálp í háskóla stuðla að því að strákar sæki sér menntun og aukna þekkingu og mæti vel nestaðir til þátttöku í atvinnulífinu og tryggi þannig framþróun og framfarir.“
Háskólar Brim JBT Marel Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira