Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:31 Hreiðar Þór í salnum. Aðsend Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. „Með nýrri kvikmyndatækni fá gestir að svífa yfir gjósandi eldfjöll og kafa niður í miðju jarðar til að sjá kraftinn sem þar býr og hefur sett svip sinn á landið okkar,“ segir Hreiðar Þór Jónsson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Hann segir sýninguna ólíka öllu öðru sem er í boði á Íslandi. Sýningin sé sýnd með háþróaðri margvíddarbíótækni sem eigi sér engan samanburð á heimsvísu. „Við leggjum í sýningunni áherslu á Reykjavík, höfuðborgarsvæðið, og förum svo á Reykjanes og upp í Bláfjöll. Við erum með myndir þar sem fólk er nánast horfir ofan í gíginn. Við misstum þrjá dróna í gosið í tökunum. Við fórum nær en við hefðum átt að fara,“ segir Hreiðar. Í kjallara Hörpu Sýningin er rekin í rými í kjallara Hörpu, K2, en vegna mikillar lofthæðar sem þarf fyrir sýninguna nær salurinn upp í K1. Tugir hátalara eru í rýminu og stærsti LED-skjár landsins. Sýningin opnar formlega næsta laugardag. Sýningin er í kjallara Hörpu.Vísir/Einar Sýningin hentar bæði fullorðnum og börnum en Hreiðar segir hana líklega ekki henta börnum yngri en fjögurra ára vegna þess að á meðan sýningunni stendur er verið að segja sögu sem yngri börn kannski skilji ekki. Jóhannes Haukur leikari les söguna sem er lesin á meðan sýningunni stendur. Sýningin er níu mínútur og verður sýnd á korters fresti í kjallaranum í Hörpu. „Þetta snýst um að söguna og krakkarnir þurfa að njóta sín líka og skilja hvað er í gangi. Það er engum greiði gerður með að vera með yngri börn inni,“ segir Hreiðar. Hann segir sem dæmi ekki möguleika á að fara út í miðri sýningu. Auðvitað sé hægt að stöðva hana en vegna hristings og annars þurfi að stöðva sýninguna ætli fólk að fara eða eitthvað gerist. Starfsmenn fylgist vel með. Á íslensku og ensku „Við erum búin að prófa sýninguna á alls konar fólki. Það komu ung börn í gær og eldri borgarar og það komu allir lifandi út. En við tilkynnum auðvitað alltaf að það sé hristingur og ef þú ert með bakverki eða einhverja króníska verki þá hentar þessi sýning líklega ekki.“ Drónunum var flogið ansi nærri eldgosi til að ná góðum myndum.Aðsend Fyrir fullorðna kostar 2.990 krónur á sýninguna og 2.690 fyrir börn. Titill sýningarinnar er á ensku og segir Hreiðar það hafa verið skoðað að hafa titilinn á íslensku en ekkert fundist sem hentaði. „Þetta er tillaga sem kom frá Brandenburg og sú sem varð fyrir valinu. Við ætluðum að reyna að íslenska en það tókst eiginlega ekki nema fólk héldi að þetta væri lestarferð.“ Hægt er þó að sjá sýninguna á bæði íslensku og ensku og er tekið mið af hverjum hóp fyrir sig. Hreiðar gerir þó ráð fyrir því að á virkum dögum verði sýningin oftar á ensku og um helgar oftar á íslensku. Ferðaþjónusta Eldgos og jarðhræringar Harpa Tækni Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
„Með nýrri kvikmyndatækni fá gestir að svífa yfir gjósandi eldfjöll og kafa niður í miðju jarðar til að sjá kraftinn sem þar býr og hefur sett svip sinn á landið okkar,“ segir Hreiðar Þór Jónsson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Hann segir sýninguna ólíka öllu öðru sem er í boði á Íslandi. Sýningin sé sýnd með háþróaðri margvíddarbíótækni sem eigi sér engan samanburð á heimsvísu. „Við leggjum í sýningunni áherslu á Reykjavík, höfuðborgarsvæðið, og förum svo á Reykjanes og upp í Bláfjöll. Við erum með myndir þar sem fólk er nánast horfir ofan í gíginn. Við misstum þrjá dróna í gosið í tökunum. Við fórum nær en við hefðum átt að fara,“ segir Hreiðar. Í kjallara Hörpu Sýningin er rekin í rými í kjallara Hörpu, K2, en vegna mikillar lofthæðar sem þarf fyrir sýninguna nær salurinn upp í K1. Tugir hátalara eru í rýminu og stærsti LED-skjár landsins. Sýningin opnar formlega næsta laugardag. Sýningin er í kjallara Hörpu.Vísir/Einar Sýningin hentar bæði fullorðnum og börnum en Hreiðar segir hana líklega ekki henta börnum yngri en fjögurra ára vegna þess að á meðan sýningunni stendur er verið að segja sögu sem yngri börn kannski skilji ekki. Jóhannes Haukur leikari les söguna sem er lesin á meðan sýningunni stendur. Sýningin er níu mínútur og verður sýnd á korters fresti í kjallaranum í Hörpu. „Þetta snýst um að söguna og krakkarnir þurfa að njóta sín líka og skilja hvað er í gangi. Það er engum greiði gerður með að vera með yngri börn inni,“ segir Hreiðar. Hann segir sem dæmi ekki möguleika á að fara út í miðri sýningu. Auðvitað sé hægt að stöðva hana en vegna hristings og annars þurfi að stöðva sýninguna ætli fólk að fara eða eitthvað gerist. Starfsmenn fylgist vel með. Á íslensku og ensku „Við erum búin að prófa sýninguna á alls konar fólki. Það komu ung börn í gær og eldri borgarar og það komu allir lifandi út. En við tilkynnum auðvitað alltaf að það sé hristingur og ef þú ert með bakverki eða einhverja króníska verki þá hentar þessi sýning líklega ekki.“ Drónunum var flogið ansi nærri eldgosi til að ná góðum myndum.Aðsend Fyrir fullorðna kostar 2.990 krónur á sýninguna og 2.690 fyrir börn. Titill sýningarinnar er á ensku og segir Hreiðar það hafa verið skoðað að hafa titilinn á íslensku en ekkert fundist sem hentaði. „Þetta er tillaga sem kom frá Brandenburg og sú sem varð fyrir valinu. Við ætluðum að reyna að íslenska en það tókst eiginlega ekki nema fólk héldi að þetta væri lestarferð.“ Hægt er þó að sjá sýninguna á bæði íslensku og ensku og er tekið mið af hverjum hóp fyrir sig. Hreiðar gerir þó ráð fyrir því að á virkum dögum verði sýningin oftar á ensku og um helgar oftar á íslensku.
Ferðaþjónusta Eldgos og jarðhræringar Harpa Tækni Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira