Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2025 15:52 Kári Jónsson hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Vals undanfarin ár. vísir/diego Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar. Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar.
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik