Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 17:51 Jojo Siwa var í miklu uppnámi eftir niðrandi ummæli Mickey Rourke sem sagðist ætla að kjósa „lesbíuna“ strax út og að hún myndi hætta að vera hinsegin eftir vistina með honum. Getty Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni. Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni.
Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira