Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum þá reyndi hópur stuðningsmanna að brjóta sér leið inn á leikvanginn. Það gerðu þeir með því að brjóta niður öryggisgrindverk við leikvanginn. ESPN segir frá.
Stuðningsmennirnir tveir sem létust lentu undir grindverkinu og það tókst ekki að bjarga lífi þeirra.
Leikurinn fór engu að síður fram en var stöðvaður á sjötugustu mínútu í stöðunni 0-0.
Hópur stuðningsmanna heimaliðsins fór þá að henda hlutum inn á völlinn. Það er ekki vitað hvort þau mótmæli hafi tengst fréttunum af örlögum stuðningsmannanna tveggja.
Ólátaseggirnir höfðu reynt að komast inn á leikvanginn í óleyfi í gegnum Casa Alba bygginguna sem liggur að leikvanginum. Lögreglan varnaði þeim það og þá kom styggð á hópinn sem endaði með að grindverkið gaf sig með skelfilegum afleiðingum.
Þegar stuðningsfólkið fór að henda hlutum inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok þá hlupu leikmenn gestanna í Fortaleza í skjól inn í búningsklefa á meðan leikmenn heimaliðsins Colo Colo reyndu að róa stuðningsmenn sína.
Dómarinn sem var frá Úrúgvæ rak alla leikmenn inn í klefa og tók svo þá ákvörðun að aflýsa leiknum.
"Conmebol"
— Tendencias en Deportes (@TendenciaDepor) April 11, 2025
Porque dos hinchas de Colo Colo fallecieron en la previa del partido ante Fortaleza, luego se suspendió y ahora están exigiendo a los clubes que terminen de jugar el partido. Ya ni humanidad tienen, son unas lacras hijas de re mil putas. pic.twitter.com/tYmlV4UA3n