Þetta segir í yfirlýsingu félagsins á vefsíðu sinni. Þar segir: „Félagið styður Adam Inga og er í reglulegu sambandi við hann. Við vonumst til að hann snúi aftur sem fyrst.“
Hinn 22 ára gamli Adam Ingi lék með FH og HK hér á landi áður en hann gekk í raðir sænska liðsins IFK Gautaborg árið 2019. Þar var hann til ársins 2024 þegar hann samdi við Östersund.
Alls á Adam Ingi að baki 10 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af sex fyrir U-21 árs landsliðið.