Körfubolti

Styrmir gull­tryggði sigur Belfius Mons og var stiga­hæstur á vellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson reyndist Belfius Mons afar mikilvægur undir lokin gegn Zwolle.
Styrmir Snær Þrastarson reyndist Belfius Mons afar mikilvægur undir lokin gegn Zwolle. Vísir/Sigurjón

Eftir tvö töp í röð vann Belfius Mons sigur á Zwolle, 80-83, í BNXT-deildinni í körfubolta. Um er að ræða sameiginlega deild Hollendinga og Belga.

Styrmir Snær Þrastarson fór mikinn í liði Belfius Mons og skoraði 22 stig, flest allra á vellinum. Auk þess tók hann sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Styrmir hitti úr sex af fimmtán skotum sínum utan af velli og nýtti öll átta vítin sín. 

Hann kom Belfius Mons yfir með því að setja niður tvö víti þegar átján sekúndur voru eftir af leiknum, 80-83. Styrmir varði svo síðasta skot Zwolle og gulltryggði sigur Belfius Mons.

Liðið er í 9. sæti deildarinnar með nítján sigra og sextán töp. Næsti leikur Belfius Mons er gegn Feyenoord á laugardaginn.

Styrmir er á sínu öðru tímabili með Belfius Mons. Hann er með ellefu stig, 3,9 fráköst og 1,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×