Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 8. maí 2025 18:22 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk á Króknum í kvöld og er orðin markahæst í deildinni. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir komust óvænt yfir með marki Birgittu Rúnar Finnbogadóttur eftir fimmtán mínútna leik en Blikar sneru leiknum fljótt við og unnu að lokum öruggan sigur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoruðu hin mörkin. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Besta deild kvenna Tindastóll Breiðablik
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir komust óvænt yfir með marki Birgittu Rúnar Finnbogadóttur eftir fimmtán mínútna leik en Blikar sneru leiknum fljótt við og unnu að lokum öruggan sigur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoruðu hin mörkin. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn