Taka fyrir aðkomu að smölun

Frambjóðendur til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins segja mikið verk fyrir höndum við að breikka flokkinn og stækka. Þetta var á meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi, þar sem formannsframbjóðendur voru leiddir saman. Hvorki Guðrún Hafsteinsdóttir né Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir munu bjóða sig fram til varaformanns komi til þess að þær nái ekki kjöri á landsfundi um komandi helgi. Þegar hefur Jens Garðar Helgason þingmaður boðið fram krafta sína í embætti varaformanns, en Jón Gunnarsson og Diljá Mist Einarsdóttir íhuga alvarlega framboð. Í Pallborðinu voru Guðrún og Áslaug einnig spurðar út í þá hörku sem færst hefur í formannsslaginn, og hefur birst í ásökunum stuðningsmanna þeirra um smölun og útilokun af fundum þar sem landsfundarfulltrúar eru valdir.

8
01:42

Vinsælt í flokknum Fréttir