
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu
Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum.
Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.
Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum.
„Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu.
Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu.
„Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa.
Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi.
Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla.
Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans.
„Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár.
„Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu.
„Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda.
Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona.
„Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix.
Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma.
„Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna.
„Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær.
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins.
Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis.
„Já mér finnst lífið að mörgu leyti skemmtilegra eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar.
„Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu.
Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga.
„Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku.
Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá.
Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla.
„Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023.
„Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við:
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran.
Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023.
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær.
Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín.
Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis.