Obi-Wan Kenobi: Auglýst eftir vandvirkni Obi-Wan Kenobi er þriðja leikna serían úr Stjörnustríðsheiminum frá Disney+. Ég veit ekki hvort hún sé sú versta þeirra, enda samkeppnin við The Book of Boba Fett hörð. Gagnrýni 27. júní 2022 08:52
Hollywood fréttir: Brad Pitt á síðustu metrunum sem leikari Brad Pitt virðist í fullu fjöru, hann vann Óskar fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time in Hollywood árið 2020 og er í aðalhlutverki í einni af stærri myndum sumarsins, en segir þó hilla undir lok ferilsins. Bíó og sjónvarp 23. júní 2022 14:30
Fór í kulnun út frá miklu álagi og vinnur nú að heimildarmynd „Ég hef sjálf reynslu af því að fara í kulnun og þurfti í kjölfarið að fara í veikindaleyfi frá leiklistarkennslu,“ segir leikkonan og leikstjórinn Magnea Björk Valdimarsdóttir í viðtali við Vísi. Lífið 21. júní 2022 11:50
Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum. Lífið 20. júní 2022 13:30
Manaði sig upp í símtölin og vonaði það besta Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar er á leiðinni í kvikmyndahús en um er að ræða sakamáladrama. Lífið 20. júní 2022 10:31
Ný leikin mynd um Herkúles frá Disney Guy Ritchie mun leikstýra nýrri leikinni mynd um Herkúles fyrir Disney sem á að byggja á söguþræði teiknimyndarinnar um gríska goðið frá 1997. Bíó og sjónvarp 17. júní 2022 23:05
Ísold Uggadóttir er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2022 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, Borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða. Menning 17. júní 2022 14:46
Hollywood fréttir: Fyrstu myndirnar af Ryan Gosling sem Ken Fyrstu myndirnar af Ryan Gosling sem Ken í Barbie-kvikmyndinni, sem kemur út eftir rúmt ár, hafa nú birst. Áður höfðu Warner Bros. birt myndir af Margot Robbie í gervi titilpersónunnar. Greta Gerwig leikstýrir myndinni og skrifar hana með Noah Baumbach, samstarfsmanni sínum til margra ára. Bíó og sjónvarp 17. júní 2022 11:59
Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra sem kveður á um 35 prósent endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda. Innlent 16. júní 2022 00:49
Rödd Bósa ljósárs segir andstæðinga fjölbreytni „bjána“ Chris Evans, sem ljær Bósa ljósári rödd sína, segir fólk sem er reitt yfir því að tvær konur kyssist í nýrri teiknimynd vera „bjána“. Myndin hefur meðal annars verið bönnuð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna kossins. Bíó og sjónvarp 15. júní 2022 19:48
Dua Lipa stödd á Íslandi Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl. Lífið 14. júní 2022 11:26
Bósi ljósár bannaður í Mið-Austurlöndum út af samkynja kossi Ljósár, nýjasta myndin frá Disney um Bósa ljósár, hefur verið bönnuð í Sádí-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kúvæt vegna atriðis þar sem tvær konur kyssast. Teiknimyndin er „spin-off“ af hinni vinsælu seríu Leikfangasögu (e. Toy Story) og fjallar um geimævintýri Bósa Ljósár út fyrir endimörk alheimsins. Bíó og sjónvarp 13. júní 2022 10:54
Staðfesta loks nýja þáttaröð Squid game Forsvarsmenn Netflix hafa loks gert samkomulag við framleiðendur og leikara Squid Game um að gera nýja þáttaröð af hinum gífurlega vinsælu þáttum frá Suður Kóreu. Þættirnir, sem voru gerðir í Suður-Kóreu, eru þeir vinsælustu í sögu streymisveitunnar. Bíó og sjónvarp 12. júní 2022 16:42
Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Innlent 10. júní 2022 19:21
Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless. Bíó og sjónvarp 10. júní 2022 11:30
Þegar konur taka pláss á skjánum... Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum. Skoðun 9. júní 2022 13:00
„Viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem okkur svo kær“ „Myndin snýst um Skrekk í heild sinni. Við viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem er okkur svo kær. Þetta gefur okkur svo ótrúlega mikið.“ Lífið 8. júní 2022 21:31
Stikla úr Þroti Vísir frumsýnir fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar en um er að ræða sakamáladrama. Bíó og sjónvarp 7. júní 2022 14:31
Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. Bíó og sjónvarp 7. júní 2022 13:30
Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022 Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu. Innlent 3. júní 2022 21:03
Anton Máni kjörinn formaður SÍK Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi. Innlent 3. júní 2022 18:27
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. Innlent 3. júní 2022 13:20
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. Innlent 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. Innlent 2. júní 2022 08:53
Gosi verður alvöru strákur Nýjasti meðlimurinn úr Disney teiknimyndafjölskyldunni til þess að vera leikinn er Gosi. Tom Hanks fer með hlutverk Gepetto sem býr til viðarbrúðuna Gosa sem þarf að sanna virði sitt áður en ósk föður hans er uppfyllt. Bíó og sjónvarp 31. maí 2022 15:30
Stærsta frumsýningarhelgi á ferli Tom Cruise Top Gun var ekki aðeins vinsæl í bíóhúsum hér á landi um helgina heldur um allan heim. Í Bandaríkjunum var miðasalan yfir 134 milljónir dollara en myndin var sýnd í 4.732 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. Bíó og sjónvarp 30. maí 2022 17:31
„Skapar magnaðan neista í fólki sem verður til þess að því finnst það hafa virkilegan tilgang í lífinu“ Sjónvarpsþátturinn Ég sé þig fjallar um skapandi tónlistarmiðlun þar sem fylgst er með Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths, sem nýtir tónlist til að hjálpa fólki til virkni í samfélaginu. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er leikstjóri en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu verkefni. Bíó og sjónvarp 29. maí 2022 12:00
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. Bíó og sjónvarp 29. maí 2022 11:24
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 27. maí 2022 15:00
Balta fannst hann eiga smá sérvisku inni hjá Hollywood Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik. Bíó og sjónvarp 26. maí 2022 07:33