

Eurovision
Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision
Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli.

Ísland í fimmta sæti í veðbönkum
Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Bashar, Hera Björk og Sigga Ózk komust áfram
Seinni undanúrslit Söngvakeppni sjónvarpsins var haldin í kvöld og komust Hera Björk, Bashar og Sigga Ózk áfram.

Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin
Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn.

Ísrael muni frekar draga sig úr keppni
Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins.

Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision
Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi.

VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni
Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi.

Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision
Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk.

Heimsfrægir listamenn styðja þátttöku Ísrael í Eurovision
Yfir 400 listamenn hafa undirritað opið bréf til stuðnings þátttöku Ísrael í Eurovision. Það var Creative Community For Peace sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni en samtökin berjast gegn sniðgöngu gegn Ísrael í menningarlífinu.

Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna
Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum.

Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér
„Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad.

Salka Sól prjónar peysu fyrir Bashar Murad
Tónlistarkonan Salka Sól, sem jafnframt er þekkt hannyrðakona, hefur tekið sig til og prjónað peysu fyrir tónlistarmanninn Bashar Murad. Peysan er í palenstínsku fánalitunum.

Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö
Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi.

Þær verða kynnar á Eurovision í Malmö
Sænsku leikkonunum og skemmtikröftunum Petru Mede og Malin Åkerman hefur verið falið að vera kynnar á Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí.

„Hér er maður berskjaldaðri og viðkvæmari“
„Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else.

Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi
Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið.

Ísland keppir á fyrra undanúrslitakvöldinu
Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí.

Í beinni: Dregið í undanriðla Eurovision 2024
Dregið verður um það í dag í hvaða röð fulltrúar þátttökuþjóða í Eurovision stíga á svið í undankeppnunum tveimur, á þriðjudagskvöldinu og fimmtudagskvöldinu í Malmö í maí. Drátturinn hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma.

Óvenjulegt Eurovision lag Íra vekur athygli
Söngvarinn Bambie Thug mun fara með framlag Írlands í Eurovision í Malmö. Lag háns Doomsday Blue hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum.

Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael
Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade.

Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“
Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra.

Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV!
Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu.

Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna
Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019.

„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“
Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision.

Deilan um þátttöku Íslands í Eurovision harðnar
Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

„Heilaþvotturinn“ náð lengra í alþjóðlegu grúppunum
Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni.

Ísland í annað sæti í Eurovision veðbönkum
Íslandi er nú spáð öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni af veðbönkum. Ísland heldur því áfram að skjótast upp í veðbönkum en fyrir örfáum dögum var landinu spáð 18. til 20. sæti.

Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu
Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus.

Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision
Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Ísland tók stökk í Eurovision-veðbönkum
Ísland tók stökk í Eurovision-veðbönkum í gær og er nú spáð sjöunda sæti. Fyrir það hafði Íslandi verið spáð 18. og 20. sæti.