
Nú er hægt að nálgast vegabréfsupplýsingar rafrænt
Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna.
Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.
Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna.
Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag.
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll.
Nærri 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína hafa greinst með Covid-19, að sögn yfirmanns heilbrigðismála. Þetta þýðir að um 88,5 milljónir manna í héraðinu hafi veikst.
Fimm stjörnu lúxushótel rís nú á Þengilhöfða við Eyjafjörð. Hugmyndin kviknaði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga fyrir um áratug.
Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafi borist.
Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni.
Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið?
Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.
Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna.
Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands.
Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar.
„Ég leit út um gluggann og ég bara tapaði mér algjörlega. Þetta er held ég sturlaðasta norðurljósasýning sem ég hef séð,“ segir hin bandaríska Kyana Sue Powers í samtali við Vísi en á dögunum birti hún myndskeið af norðurljósadýrð í háloftunum sem vakið hefur gífurlega hrifningu netverja.
Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn.
Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda.
Andorra er nýr áfangastaður Tripical ferðaskrifstofu. Kynningarfundur á næsta vetrarævintýri í þessari hvítu perlu Pýreneafjalla fer fram í dag í Petersen svítunni klukkan 17 og allir velkomnir.
„Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical.
Hver kannast ekki við að leita að jólagjöf fyrir þann sem vantar ekki neitt? Og enda svo á að kaupa hluti sem enda rykfallnir inni í skáp eða geymslu.
„AFS, alþjóðlegu friðar- og fræðslusamtökin, bjóða upp á skiptinám, ungmennaskipti og tungumálaskóla. Samtökin starfa í um 60 löndum og eiga rætur sínar að rekja til ársins 1915 sem sjálfboðaliðasamtök. Það var svo árið 1947 að samtökin hófu að senda ungt fólk milli landa í skiptinám og var tilgangurinn að byggja brýr á milli mismunandi menningarheima og taka þannig skerf í átt að friðsælli og skilningsríkari heimi. Kjarni starfseminnar er að gefa nemendum og öðrum þátttakendum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast menningarlæsi en eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og gera þá að alþjóðlegum virkum borgurum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi.
Icelandair hyggst hefja áætlunarflug til bandarísku stórborgarinnar Detroit næsta vor.
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu.
„Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“
Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi.
Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk.
Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári.
Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um.
Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir.
Umhverfisstofnun hefur fengið ítrekaðar ábendingar eða orðið vitni að akstri bifreiða og torfærutækja utan vega við Vigdísarvallaleið og í nágrenni Kleifarvatns.
Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði.
Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki.