Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Topp­sætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum

Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma

Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram­kvæmdir á Laugar­dals­velli: Sex vikur frá sáningu í full­kominn völl

Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið Dags tapaði í vító og þarf odda­leik

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Má spila þrátt fyrir á­frýjun

Áfrýjun Ríkissaksóknara á sýknu Alberts Guðmundssonar kemur ekki í veg fyrir að hann leiki fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Nýleg breyting á viðbragðsáætlun KSÍ tekur af allan vafa um það. Hann er þó meiddur á læri og því ljóst að hann muni ekki taka þátt í næsta landsleikjaglugga.

Fótbolti