Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Thomas Tuchel hefur fengið leyfi frá enska knattspyrnusambandinu fyrir því að vera að hluta til í fjarvinnu. Hann mun lifa og starfa í bæði Lundúnum og München, þegar hann tekur við starfi landsliðsþjálfara í janúar. Fótbolti 3. nóvember 2024 10:31
Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af. Fótbolti 3. nóvember 2024 10:01
Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum síðustu helgi. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur. Íslenski boltinn 3. nóvember 2024 08:02
„Ég held að við getum orðið enn betri“ Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, segir sína menn eiga meira inni. Liðið hefur ekki verið eins ofarlega í töflunni í 26 ár. Enski boltinn 2. nóvember 2024 22:30
Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Elvar Már Friðriksson lék með Maroussi í 80-81 tapi gegn sínu gamla liði PAOK í fimmtu umferð grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. nóvember 2024 20:33
Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves er því enn sigurlaust og í neðsta sæti, Palace situr í því sautjánda með sjö stig. Enski boltinn 2. nóvember 2024 19:30
Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Juventus hefur enn ekki tapað leik og er eina lið ítölsku úrvalsdeildarinnar sem getur státað sig af því. Taplausa hrinan hélt áfram með 2-0 sigri gegn Udinese í dag. Fótbolti 2. nóvember 2024 19:20
Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Göteborg í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 2. nóvember 2024 18:28
Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Guðlaugar Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle annan leikinn í röð en liðið mátti þola slæmt 3-0 tap gegn Leeds. Enski boltinn 2. nóvember 2024 17:51
Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Enski boltinn 2. nóvember 2024 17:19
Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum. Enski boltinn 2. nóvember 2024 17:00
Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. Enski boltinn 2. nóvember 2024 17:00
Kane allt í öllu í sigri Bayern Harry Kane var aðalmaðurinn í 3-0 sigri Bayern München gegn Union Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2. nóvember 2024 16:32
Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Hinn 18 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen lék í dag sínar fyrstu mínútur á þessari leiktíð fyrir nýkrýnda meistara Malmö, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 2. nóvember 2024 16:09
Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Enski boltinn 2. nóvember 2024 15:11
Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak skoraði sigurmarkið þegar Newcastle vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik dagsins, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 2. nóvember 2024 14:14
Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur raðað inn mörkum fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár og hún skoraði frábært mark gegn Djurgården í dag. Fótbolti 2. nóvember 2024 13:59
Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Vestramenn léku í fyrsta sinn í Bestu deildinni í fótbolta í sumar og náðu að halda sér uppi. Ljóst er að þeir mæta með mikið breytt lið á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 2. nóvember 2024 13:36
Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Liverpool fylgist grannt með tveimur leikmönnum sem eru afar áberandi hjá sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 2. nóvember 2024 12:45
Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur. Fótbolti 2. nóvember 2024 10:47
Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Miðvörðurinn sterkbyggði Axel Óskar Andrésson og KR hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að hann yfirgefi félagið. Íslenski boltinn 2. nóvember 2024 10:17
Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta. Fótbolti 2. nóvember 2024 09:56
Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. Íslenski boltinn 2. nóvember 2024 08:02
Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Eftir að hafa flutt aftur heim til Englands er fótboltamaðurinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið. Enski boltinn 1. nóvember 2024 22:32
Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Íslendingaliðin Bröndby og Bayer Leverkusen unnu sína leiki í sínum deildum í kvöld. Bröndby vann 0-3 útisigur á B93 í dönsku úrvalsdeildinni og í þýsku úrvalsdeildinni sigraði Bayer Leverkusen Köln, 1-2. Fótbolti 1. nóvember 2024 20:27
Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Düsseldorf tapaði fyrir Preussen Münster, 1-0, í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum. Fótbolti 1. nóvember 2024 19:46
Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson fékk í dag loks medalíu fyrir að verða Íslandsmeistari með Breiðabliki. Íslenski boltinn 1. nóvember 2024 19:02
Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Dwight Yorke, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Aston Villa og fleiri liða, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Trínidad og Tóbagó. Fótbolti 1. nóvember 2024 18:02
Má spila þrátt fyrir áfrýjun Áfrýjun Ríkissaksóknara á sýknu Alberts Guðmundssonar kemur ekki í veg fyrir að hann leiki fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Nýleg breyting á viðbragðsáætlun KSÍ tekur af allan vafa um það. Hann er þó meiddur á læri og því ljóst að hann muni ekki taka þátt í næsta landsleikjaglugga. Fótbolti 1. nóvember 2024 16:26
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. Fótbolti 1. nóvember 2024 16:22