Fótbolti

„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlut­verkið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Hákon Arnar Haraldsson gætu myndað gott par á miðjunni að mati sérfræðinga.
Gylfi Þór Sigurðsson og Hákon Arnar Haraldsson gætu myndað gott par á miðjunni að mati sérfræðinga.

Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi.

„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ segir Lárus Orri Sigurðsson.

„Ég er ekki að segja að Hákon sé lélegur með boltann þarna aftast, það er frábært að nota hann þar en það er svo slæmt að missa hann framar á vellinum… Ef við náum að virkja hann framar á vellinum fáum við alltaf hættuleg færi“ hélt hann svo áfram.

Á að koma sér framar sjálfur

„Það er líka hægt að segja, sérstaklega í fyrri hálfleik, að hann eigi bara að koma sér framar á völlinn. Hann er með miðjumann til að bakka sig upp… Ég er sammála því að hann er bestur uppi við teig andstæðinganna, en við erum að reyna [að koma boltanum betur í spil]“ segir Kári Árnason.

Vantar annan Hákon, eða kannski Gylfa?

„Þannig þú ert að segja, að við eigum ekki annan nógu góðan leikmann til að bera boltann upp fyrir okkur?“ spurði Lárus Orri þá.

„Já, ef þú ætlar að halda svona í boltann og spila honum alltaf út. Þá verður Hákon að vera þarna, hann er eini sem ræður við það“ svaraði Kári.

„Eigum við fá Gylfa á þetta svæði? Svarið mitt er já“ spurði Kári svo að lokum en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Umræða um hlutverk Hákons Arnars



Fleiri fréttir

Sjá meira


×