Fótbolti

Fá ekki að taka þátt á HM fé­lags­liða

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kólumbíski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Real Madrid, James Rodriguez, spilar með Club Leon í dag.
Kólumbíski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Real Madrid, James Rodriguez, spilar með Club Leon í dag. Mauricio Salas/Jam Media/Getty Images

Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla.

Club Leon og Pachuca eru bæði frá Mexíkó. Þau eru í eigu og undir stjórn fjárfestingasjóðsins Grupo Pachuca.

Samkvæmt reglum FIFA mega félög í sömu keppni vera í sömu eigu, en ekki lúta undir sömu stjórn. Þannig fengu til dæmis Manchester City og Girona bæði að taka þátt í Meistaradeildinni. Með því að sanna að stjórn félaganna sé ekki í höndum sama aðila þrátt fyrir að þau séu bæði í eigu City Group. 

FIFA segir að annað lið í stað Club Leon verði tilkynnt von bráðar. Grupo Pachuca svaraði og sagði að málinu yrði áfrýjað til „áfram og til æðstu mögulegu dómstóla.“

FIFA er með þessu að fara gegn upphaflegri ákvörðun sinni, sem gaf Grupo Pachuca frest til ársins 2027 til að selja eða breyta stjórnarháttum félagsins. Það gerir FIFA eftir að hafa fengið kvörtun frá öðru félagi, Alajuelense, sem hótaði því að kæra FIFA til alþjóða íþróttadómstólsins ef reglunum yrði ekki framfylgt strax.

„Óásættanlegt“ segir í yfirlýsingu Club Leon sem má sjá hér fyrir neðan.„Óásættanlegt“ segir í yfirlýsingu Club Leon sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×