
Samfélagsmiðlaprakkari boðflenna á Bafta-verðlaunum
Samfélagsmiðlaprakkarinn Liswani var boðflenna á sviði við afhendingu verðlauna fyrir bestu kvikmyndina á Bafta-verðlaununum í gærkvöldi.
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.
Samfélagsmiðlaprakkarinn Liswani var boðflenna á sviði við afhendingu verðlauna fyrir bestu kvikmyndina á Bafta-verðlaununum í gærkvöldi.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher giftist unnustu sinni, Jennifer Goicoechea, fáeinum klukkutímum eftir að hann hafði staðið á stóra sviðinu í hálfleik Ofurskálarinnar í Las Vegas á sunnudagskvöld.
Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum.
Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu.
Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót.
Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum.
Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum.
Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við.
Bandaríski kántrísöngvarinn Toby Keith er látinn, 62 ára að aldri.
Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun.
Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu.
Rapparinn Killer Mike var handtekinn á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt eftir að hafa unnið til þrennra verðlauna á hátíðinni.
Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel.
Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn.
Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.
Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds.
Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.
Viðbúnaður við kirkjugarð í Texas-ríki Bandaríkjanna hefur verið aukinn vegna deilna rapparanna Nicki Minaj og Megan Thee Stallion.
Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að selja birgðir sínar af Yeezy-strigaskóm, sem hafa setið á lager frá því að fyrirtækið sleit samstarfi sínu við tónlistar- og athafnamanninn Kanye West.
Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum.
Breski leikarinn Ed Westwick bað um hönd kærustu sinnar og leikkonunnar Amy Jackson á hinni hangandi brú, Peak Walk by Tissot, í svissnesku Ölpunum á dögunum.
Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó.
Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir.
Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.
Nicki Minaj hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur hæðst að stærð og rapphæfni Megan thee Stallion og nú er von á disslaginu „Big Foot“ frá Minaj. Rapp Megan um kynferðisafbrot eiginmanns Minaj virðist hafa reitt þá síðarnefndu til reiði.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni.
Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi.
Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane, sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, er látin. Hún var 43 ára að aldri.
Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar.
Breski leikarinn Tom Hollander segist eitt sinn hafa fengið bónusgreiðslu fyrir slysni sem átti að fara til samlanda hans, kollega og nánast nafna, Tom Holland. Greiðslan var frá Marvel kvikmyndaverinu.