

Hollywood
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Æskuheimili Beyoncé brann á jólanótt
Æskuheimili tónlistarkonunnar Beyoncé í Houston í Bandaríkjunum brann á jólanótt. Fjölskyldan sem býr í húsinu slapp til allrar hamingju óhullt.

Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku
Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum.

Columbus segir Trump hafa heimtað hlutverkið í Home Alone
Chris Columbus, leikstjóri fyrstu tveggja Home Alone bíómyndanna, segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fór með aukahlutverk í myndinni, hafa heimtað að fá að koma fram í myndinni gegn því að tekið yrði upp á Plaza hótelinu, sem var þá í hans eigu.

Vopnuð nágrannakona réðst á Charlie Sheen
Bandaríski leikarinn Charlie Sheen varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í vikunni. Kona á fimmtugsaldri hefur verið handtekin vegna málsins.

Ræddu samruna Warner og Paramount
David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna.

Grínaðist með gosið og nafn Þorvalds Þórðarsonar
„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Þau komu til Íslands 2023
Hópur svokallaðra Íslandsvina stækkaði umtalsvert á árinu sem er að líða. Vegna fjölda funda sem fóru fram hér á landi bættust erlendir stjórnmálaleiðtogar í umræddan hóp. Þá tróð heimsfrægt tónlistarfólk upp á Íslandi á árinu. Aðrir voru komnir á klakann í öðrum erindagjörðum, sumir voru einfaldlega í fríi.

Avengers: Kang Dynasty í uppnámi eftir sakfellingu Majors
Marvel Studios hafa ákveðið að rifta samningi sínum við leikarann Jonathan Majors, eftir að hann var fundinn sekur í gær um að hafa ráðist á kærustu sína, Grace Jabbari.

Özil gerði grín að DiCaprio: „Arsenal er eldra en 25 ára“
Fyrrverandi fótboltamaðurinn Mesut Özil gat ekki stillt sig um að skjóta á stórleikarann Leonardo DiCaprio eftir nýleg ummæli hans um Arsenal.

Marvel stjarna dæmd fyrir heimilisofbeldi
Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag.

Kendall Jenner og Bad Bunny hætt saman
Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny eru hætt saman ef marka má heimildir erlendra slúðurmiðla.

Fyrsti trommuleikari AC/DC látinn
Ástralski trommuleikarinn Colin Burgess, sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, er látinn. Burgess varð 77 ára gamall.

Dánarorsök Matthew Perry ljós
Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Brooklyn Nine-Nine-stjarnan lést úr lungnakrabbameini
Bandaríski leikarinn Andre Braugher, frægur fyrir að hafa farið með hlutverk varðstjórans Raymond Holt í vinsælu gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést úr lungnakrabbameini. Hann féll frá þann 11. desember síðastliðinn, 61 árs að aldri.

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin
Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Cardi B og Offset hætt saman
Rappparið Cardi B og Offset er hætt saman. Þau hafa nokkrum sinnum áður hætt saman en nýlega hefur verið uppi orðrómur um að Offset hafi haldið fram hjá Cardi.

Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe
Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu.

Sniðgekk hávaxna leikara til að spara pening
Leikstjórinn James Cameron réði bara aukaleikara sem voru undir 172 sentimetrar á hæð til að leika í Titanic. Þannig gat hann sparað 750 þúsund dollara, rúmar hundrað milljónir króna, við smíðar á kvikmyndasettinu.

Systir Honey Boo Boo er látin
Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“.

Leikarinn Ryan O'Neal látinn
Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri.

Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu
Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus.

Ragnar ræddi boltann við bresku stjörnurnar
Árlegt jólaboð London bókasafnsins fór fram í gærkvöldi. Helena Bonham Carter, leikkona og forseti bókasafnsins, hélt teitið og þar var Ragnar Jónasson, rithöfundur, meðal gesta og hitti hann ýmsar breskar stórstjörnur.

Selena Gomez sögð í sambandi með vini Justin Bieber
Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman.

Karl kóngur taldi sig kannast við Portman úr gömlu Star Wars
Karl Bretakonungur spurði leikkonuna Natalie Portman hvort hún hafi verið í gömlu Star Wars-myndunum þegar The Phantom Menace var frumsýnd. Portman var átján ára þarna og er fjórum árum yngri en fyrsta Star Wars-myndin sem kom út árið 1977.

Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016.

P. Diddy kærður fyrir þátttöku í hópnauðgun
Bandaríski rapparinn og frumkvöðullinn Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy, hefur verið kærður fyrir þátttöku í hópnauðgun. Nauðgunin átti sér stað árið 2003 og var fórnarlambið sautján ára gömul stelpa.

Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective
Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Enn einn Skarsgårdinn á skjánum
Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla.

Billie Eilish komin út úr skápnum
Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Billie Eilish opinberaði á dögunum að hún laðist að konum. Hún segist almennt ekki hrifin af skilgreiningum en er þó glöð að þetta sé komið út.

Telur það ekki eftir sér að vera kúltúrbarn
Sean Astin, þekktastur fyrir að hafa leikið Sóma Gamban í geysivinsæla Hringadrottinssöguþríleiknum, segist glaður sætta sig við að vera kallaður kúltúrbarn.