Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Falska söng­konan á leið í með­ferð

Ingrid Andress, kántrísöngkonan sem flutti Bandaríska þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas í gær og hlaut vægast sagt dræmar undirtektir, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist ætla í meðferð eftir atburði gærdagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir um­mæli um Trump

Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda.

Lífið
Fréttamynd

Dægra­stytting í heimsfaraldri upp­skar ó­vænta frægð

Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa.

Lífið
Fréttamynd

Sumarsmellur sam­kvæmt læknis­ráði

„Ég hef setið lengi á þessu lagi, en ég elska að gera lög sem hafa mikla orku og eru peppandi, sérstaklega inn í sumarið sem er uppáhalds árstíðin mín,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmunsson, sem er þekktur undir listamannsnafninu Doctor Victor, um nýja sumarsmellinn Your Light sem kom út í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Iceguys dansandi í hand­járnum

Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 

Tónlist
Fréttamynd

Retro Stefson koma aftur saman

Hljómsveitin Retro Stefson hefur verið starfrækt frá árinu 2006 en þó ekki komið opinberlega fram sem sveit í átta ár. Nú er það að breytast en fréttamaður hitti á nokkra meðlimi sveitarinnar og fékk að heyra frá risastórri tilkynningu. 

Tónlist
Fréttamynd

Ye sagðist vera hættur í tón­list

Fyrr í kvöld birti rapparinn Rich the kid skjáskot af skilaboðum sem hann hafði fengið frá Ye, áður Kanye West, þar sem hann sagðist ætla hætta hafa tónlist að atvinnu. Kvaðst hann ekki vita hvað tæki við. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Rich the kid svo um það að Ye væri meðflytjandi á plötu hans sem kemur út á föstudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Stofnandi Stealers Wheel látinn

Skoski tónlistarmaðurinn Joe Egan er látinn, 77 ára að aldri. Tilkynnt var um andlát hans á sunnudag. Joe Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you.

Lífið
Fréttamynd

Portú-galin stemning hjá Villa Netó

Listamaðurinn Villi Neto gaf út plötuna Portú Galinn síðastliðinn föstudag og hélt að því tilefni útgáfupartý fyrir sig og sína á Prikinu. Fræga fólkið lét sig ekki vanta og var landsleikur Portúgals og Frakklands hluti af dagskránni.

Tónlist
Fréttamynd

Þurfti að vinda skyrtuna eftir tryllt gigg í Víet­nam

„Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast,“ segir plötusnúðurinn Margeir sem nýtur lífsins í Víetnam. Hann var að senda frá sér einstaka útgáfu af Frank Ocean slagaranum Pink Matter ásamt tónlistarkonunni Matthildi og kom fram á trylltu giggi í Víetnam á dögunum. Blaðamaður ræddi við Margeir.

Tónlist
Fréttamynd

Biden móment hjá Nick Cave í Eld­borg

„Er einhver með lausa miða á Nick Cave?“ Svona færslur hafa vart farið fram hjá Facebook-notendum undanfarna daga. Vinsældir Ástralans hafa verið miklar á Íslandi undanfarna áratugi enda seldist upp á þrenna tónleika í Eldborg á nokkrum mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Ekki náttúru­spjöll heldur for­varnir

Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum.

Innlent
Fréttamynd

Her­bert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag

Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu.

Lífið
Fréttamynd

Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins

„Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records.

Tónlist
Fréttamynd

Hug­myndin var að kveikja bók­staf­lega í Emmsjé Gauta

„Við áttuðum okkur fljótt á að það væri ekki skynsamlegt að kveikja í mér,“ segir tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, sem sendir frá sér sína áttundu breiðskífu næstkomandi föstudag. Platan heitir „Fullkominn dagur til að kveikja í sér“ og þar má finna ellefu lög sem eru að sögn Gauta blanda af dægurlögum og rappi.

Tónlist
Fréttamynd

Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn

Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr.

Tónlist
Fréttamynd

Akur­eyringar komast loksins á Prikið

„Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent.

Lífið
Fréttamynd

Cara í kossaflensi á Glastonbury

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. 

Lífið
Fréttamynd

Sterk sumarást í sveitinni kveikti á­hugann á þýskunni

„Textalega séð hef ég alltaf verið talsvert persónuleg,“ segir tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem notast við listamannsnafnið Fabúla. Blaðamaður ræddi við hana um listina en hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðna þrjá áratugi.

Tónlist