
Jólapartý með einstökum vínlista NoConcept
Agnar Sverrisson matreiðslumeistari kokkaði undir Michelin stjörnu í áratug á veitingastað sínum Texture í London áður en hann flutti heim til Íslands og stofnaði vínbarinn NoConcept á Hverfisgötu 6.
Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.
Agnar Sverrisson matreiðslumeistari kokkaði undir Michelin stjörnu í áratug á veitingastað sínum Texture í London áður en hann flutti heim til Íslands og stofnaði vínbarinn NoConcept á Hverfisgötu 6.
Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir.
Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand.
Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi.
Ákveðið hefur verið að loka veitingastað Subway á Egilsstöðum eftir rúmlega tíu ára starfsemi og fer nú hver að verða síðastur til að fá sér Bræðing í Miðvangi.
Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra.
Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld.
Flutningafyrirtækið Aha.is hlaut á dögunum verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Flotinn rafvæddur og ýmislegt göfugt í þeim dúr, en það sem er meira um vert: Þeir senda heim mat með dróna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi.
Fjölmiðlakonan Tobba Marinós hætti sem ritstjóri á DV og sneri sér alfarið að matvælarekstri.
Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna.
Veitinga- og afþreyingarrisinn Gleðipinnar hafa keypt trampólíngarðinn Rush á Dalvegi í Kópavogi.
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast banna atvinnurekendum að halda eftir eða taka hluta þess þjórfé sem viðskiptavinir skilja eftir fyrir þjóna og annað starfsfólk í þjónustustörfum.
Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista.
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að setja allar eignir sínar tengdar ferðaþjónustunni í bænum á sölu.
Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að umræða á Matartips geti farið út í óuppbyggilegar upphrópanir með ófyrirséðum afleiðingum, þeim að veitingastaðir geti hreinlega farið á hausinn.
Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna.
Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur.
Tilkynnt verður um hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum fá Michelin-stjörnur, eina mestu viðurkenningu í veitingageiranum, á blaðamannafundi sem hefst klukkan 18.
„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.
Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld.
Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði.
Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar.
Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni.
Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli óánægju með framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum.
Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að það verði ekki umflúið að halda svipuðum samkomutakmörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjartsýnn á að þjóðin haldi áfram að tækla verkefnið af krafti þó ljóst sé að það sé orðið örlítið lengra en menn höfðu vonast til í upphafi.
Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum.
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi.