Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22.2.2018 08:00
Trudeau lofar að styðja ekki síkaríki Forsætisráðherra Kanada lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma. 22.2.2018 07:00
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21.2.2018 08:00
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21.2.2018 06:00
Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi Forsætisráðherra Saarlands nýtur stuðnings kanslarans sem vill að hún verði aðalritari Kristilegra demókrata. Því starfi gegndi Angela Merkel áður en hún varð kanslari. Merkel svarar engu um framtíðina. 20.2.2018 08:00
Gupta-bróðir berst gegn eignafrystingu Atul Gupta, einn þriggja Gupta-bræðra sem sæta rannsókn vegna spillingarmála og tengsla við Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, fer fram á að kyrrsetningu eigna sinna verði aflétt. 20.2.2018 06:00
Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17.2.2018 11:00
Stefnir í öruggan sigur hjá Mitt Romney í Utah-ríki Bandaríkin Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012, tilkynnti í gær um að hann ætlaði í framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Utah-ríki. 17.2.2018 11:00
Herinn stýrir nú störfum lögreglu í Ríó de Janeiro Ríkisstjórn Brasilíu skipaði hernum í gær að taka yfir stjórn löggæslu í Ríó de Janeiro. 17.2.2018 07:30
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16.2.2018 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent