Skipulag

Fréttamynd

Skoða sölu á Mal­bikunar­­stöðinni Höfða sem er á leið til Hafnar­fjarðar

Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku

Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina

Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn.

Innlent
Fréttamynd

Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður

Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans.  Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið.

Innlent
Fréttamynd

Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins

Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til byggð sérstaklega sniðna að eldri íbúum Reykjavíkur

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að svæði innan borgarinnar verði skipulögð þannig að sérstök áhersla verði lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind fyrir sextíu ára og eldri og önnur fyrir 75 ára og eldri. Leggur til 2-3 þúsund sérbýli, minigolf, aðstöðu til heimahjúkrunar og skemmtilega garða. Tillagan er á dagskrá borgarstjórnar á morgun.

Innherji
Fréttamynd

Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður.

Innlent
Fréttamynd

Hverfið við stokkinn verði gjör­breytt eftir fimm ár

Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hús Norður­slóðar rísi á Sturlu­götu 9

Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar á Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Miklu­brautar­stokkur og ný­byggingar við götuna. Hvað finnst þér?

Reykjavíkurborg kallar nú eftir viðbrögðum og athugasemdum við stór skipulagsverkefni sem eru í gangi í borginni. Samráð skiptir okkur miklu máli og við erum sífellt að leita leiða til að fá fram sjónarmið sem flestra. Við viljum mæta þörfum íbúa, í því felst meðal annars að sjá fyrir framtíðarþarfir og hvernig þær verða leystar.

Skoðun
Fréttamynd

Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi.

Innlent
Fréttamynd

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð

Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Innlent