Heilbrigðismál

Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð.

Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna
Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla.

Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði
Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári.

Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar
Landsréttur hefur veitt Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi sem var dæmdur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, leyfi til að áfrýja dómnum. Steinu var ekki gerð refsing fyrir manndráp af gáleysi.

Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einn af hornsteinum íslensks velferðarkerfis og á að vera réttur allra landsmanna, óháð búsetu og efnahag. Þrátt fyrir að Ísland státi af öflugu heilbrigðiskerfi, standa íbúar landsbyggðarinnar enn frammi fyrir hindrunum sem borgarbúar þurfa ekki að takast á við. Ein af þessum hindrunum er ferðakostnaður við að sækja sér sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Sú staðreynd að ferðum einstaklinga hefur verið fjölgað úr tveimur í fjórar á síðasta kjörtímabili er mikið fagnaðarskref, en enn er verk að vinna til að tryggja raunverulegt jafnrétti í aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“
„Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni.

Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar.

Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám
Svo virðist sem legnám hafi verið framkvæmt á 44 konum að óþörfu á Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsölum. Stjórnendur greindu frá 33 óþarfa aðgerðum í fyrra en rannsókn hefur leitt í ljós ellefu til viðbótar.

Undanþágubeiðninni ekki hafnað
Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt.

Staða hjúkrunar
Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga.

Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins
Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli.

Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af
Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu
Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.

Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild
Hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri sem var sakfelldur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans af gáleysi hefur óskað eftir leyfi til þess að áfrýja dómnum til Landsréttar. Konunni var ekki gerð refsing fyrir brotið.

Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það?
Flest okkar tökum við líkamlegri virkni sem sjálfsögðum hlut. Að standa upp, að fara í sturtu, elda mat eða sinna áhugamálum er eitthvað sem við gerum án þess að hugsa mikið um það. En fyrir fólk með POTS getur þetta verið meiriháttar áskorun.

Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni
Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré.

Jóhann Páll gengur í stað Ölmu
Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir.

Reykjalundur í 80 ár
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar.

Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa
Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona.

„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“
Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma.

Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar
Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax.

Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir
Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna.

Þrjár í framboði formanns Fíh
Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár.

Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull
„Nýverið deildu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur um hver ætti að fá stærsta þingflokksherbergið en það hefur víst sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir einhverja. Á sama tíma er Landspítali á rauðu stigi, deildir og gjörgæslur yfirfullar og um 50 manns bíða innlagnar á Bráðamóttökunni.“

Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða
Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana.

Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina
Að greinast ungur með krabbamein er alltaf áfall og því fylgja ýmsar stórar áskoranir. Það sem gleymist oft að ræða er hvernig lífið verður eftir krabbameinsmeðferð.

22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar. 22 starfsmönnum var þar sagt upp á sviði heilbrigðisþjónustu.

„Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar
Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands.

Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu?
Heilsan okkar er ný fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar sem varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Á fyrsta fundinum verður reynt að svara spurningunni: „Er aukin kjöt- og próteinneysla leið að bættri heilsu?“ Sýnt verður frá fundinum, sem hefst klukkan 11:30, hér á Vísi.

Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD
„ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“