Stjórnsýsla

Seltjarnarnes neitar að ábyrgjast lán
Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu.

Hvetur eigin samninganefnd til að hugsa viðræður upp á nýtt
Trúnaðarmannaráði stéttarfélagsins Sameykis er fullkomlega misboðið hvernig komið er fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum félagsins við fulltrúa hins opinbera.

Fleiri lögreglufélög fagna úttekt á ríkislögreglustjóra
Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra.

Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni
Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni.

Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð.

Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum.

Utanríkisráðuneytið greiddi KOM mest
Utanríkisráðuneytið greiddi alls rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum.

Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð
Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót.

Landspítalinn þurfti ekki að borga fyrir hleðslustöðvarnar
Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp.

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi aðstoðar Lilju á ný
Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Afgangur upp á tæpa átta milljarða í Reykjavík
Hálfs árs uppgjör Reykjavíkurborgar sýnir fram á 7,7 milljarða afgang hjá samstæðu borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins.

Framlög hafi hækkað mikið
Formaður skóla- og frístundaráðs segir skýrslu IE gott innlegg en í hana vanti að framlög til grunnskóla og viðhalds hafi hækkað mikið á síðustu árum. Formaður foreldrafélags hefur talað fyrir daufum eyrum.

Einn kann á Excel-skjalið
Ný skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla verður lögð fram á fundi borgarráðs í dag. Í skýrslunni er rætt um ýmsa galla, þar á meðal Excel-skjal sem notað er til fjárúthlutunar sem aðeins einn starfsmað

Ráðgjafi um upplýsingarétt tekur til starfa
Ráðgjafi um upplýsingarétt almennings mun taka til starfa 1. september næstkomandi.

Stofna starfshópa til að bregðast við starfsmannaeklu
Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu.

Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur
Formaður BSRB segist vongóð um að umræðan skili sér í meira launaréttlæti innan sveitastjórna.

Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun
Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt að sögn formanns Eflingar.

Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum
Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London.

Fulltrúi ríkisins blessaði 150 milljóna starfslok
Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við breytingar á ráðningarsamningi þáverandi bankastjóra sumarið 2017.

Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrsluskrif
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir.

Hækkuðu um á aðra milljón eftir að þeir losnuðu undan kjararáði
Forstjórar Landsbankans, Landsvirkjunar og Landsnets hafa hækkað um 1,1 til 1,7 milljónir króna undanfarin tvö ár.

Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna
Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna.

Þjóðleikhúsráð afgreiðir þjóðleikhússtjóraumsóknirnar frá sér í næsta mánuði
Capacent er ráðinu innan handar við afgreiðslu umsóknanna.

Íbúar eigi að ráða sameiningu
Oddvitar fimm fámennustu sveitarfélaga landsins eru á einu máli um að hugsanleg ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Í þessum sveitarfélögum er fjöldi íbúa 40 til 74.

Múlakaffi er vinsælast hjá starfsfólki ríkisins
Samkvæmt reikningum ríkisins fyrir júní er Múlakaffi vinsælasti veitingastaðurinn hjá starfsfólki hins opinbera. Nauthóll, Domino's og Bombay Bazaar eru einnig vinsælir.

Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu
Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda.

„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær.

Þingmaður Miðflokks telur rangt að setja ramma um lágmarksíbúafjölda
Þingmaður Miðflokksins telur áætlanir ráðherra um að þvinga smærri sveitarfélög til sameiningar séu of afdráttarlausar.

Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til
"Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Brýnt að auka fjárheimildir sýslumanna til að sporna við ástandinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir brýnt að ákveðið verði hvort embættið fái auknar fjárheimildir til þess að afgreiðsla mála tefjist ekki og vill ráða fleira fólk.