Bretland

Fréttamynd

Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda

Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima.

Erlent
Fréttamynd

Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu

Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 

Erlent
Fréttamynd

Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum

Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi.

Erlent
Fréttamynd

Tveir til viðbótar úr ensku úrvalsdeildinni með veiruna

Tvö sýni reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni úr seinni skimun sem gerð var meðal leikmanna og annarra starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða í vikunni. Í fyrri skimuninni reyndust sex jákvæð sýni og eru því minnst átta aðilar innan deildarinnar með veiruna.

Fótbolti
Fréttamynd

Stungin til bana fyrir framan dóttur sína

Þrjátíu og tveggja ára gömul bresk kona, Melissa Belshaw, var stungin til bana í gær fyrir framan þrettán ára dóttur sína. Belshaw mæðgurnar höfðu verið á gangi um Upholland Road í nágrenni bæjarins Wigan þegar maður, sem fórnarlambið þekkti til, réðst á þær.

Erlent
Fréttamynd

„Þjóðargersemin“ Kafteinn Moore verður aðlaður

Hinn 100 ára gamli Tom Moore, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni sem kafteinn í breska hernum og safnaði tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) í apríl mánuði, verður aðlaður af Elísabetu II Bretadrottningu og fær því heiðursriddaranafnbót.

Erlent
Fréttamynd

Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna

Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur vegna faraldursins er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lést vegna Covid-19 eftir hráka frá ókunnugum manni

Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú dauðsfall starfsmanns sem vann í Victoria-lestarstöðinni í London. Hún lést í upphafi apríl vegna Covid-19, skömmu áður hafði maður sem sagðist vera sýktur af veirunni hrækt á hana og annan starfsmann.

Erlent
Fréttamynd

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Erlent