Írland

Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin
Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram.

Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra
Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar.

Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi
Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn.

Sprengiefni fannst á þremur fjölförnum stöðum í Lundúnum
Þrjú umslög sem voru troðfull af sprengiefni fundust á fjölförnum stöðum í Lundúnum í dag.

Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið
Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag.

Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni
Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum.

Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið
Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti.

Gagnrýnir lögreglu vegna birtingarbanns sem sett var á myndbandið
Spyr hvort áhorf sé mikilvægara en að finna manneskju sem er saknað?

Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf
Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf.

Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist
Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra.

Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar
Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn.

Unnusta Jóns Þrastar: „Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa“
Jana Guðjónsdóttir er staðráðin í að finna Jón Þröst og komast að því hvað gerðist.

Þakkaði sýnda velvild írsku þjóðarinnar við leitina að Jóni Þresti
Þakkaði velvild írsku þjóðarinnar sem tók virkan þátt í leit um liðna helgi og gott samstarf lögregluyfirvalda.

Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar.

Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón
Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag.

Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf
Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi.

Halda pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar
Eigendur pókerklúbbsins 4 Kings Casino & Card Club blása til pókermóts til að safna pening fyrir aðstandendur Jóns Þrastar Jónssonar sem enn er saknað þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan síðast sást til hans.

Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings
Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni.

„Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“
Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær.

Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns
Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði.

Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns
Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir einnig myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni.

Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman.

Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar
Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun.

Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“
Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli.

Eiga fund með lögreglu í dag
Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi.

Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu
Leit Jóns Þrastar á gríðarlega stóru svæði.

Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst
Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst.

Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni.

Páfi skipar nýjan „camerlengo“
Frans páfi hefur skipað hinn írsk-bandaríska kardinála Kevin Farrell sem nýjan camerlengo.

Lögregla verst allra fregna
Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað.