Pólland

Fréttamynd

Kosningar í Pól­landi

Eftir innan við mánuð fara fram þingkosningar í Póllandi. Ekki er gott að spá hvort stjórnarflokkurinn PiS (Lög og Réttlæti) muni bera sigur af hólmi eða hvort stjórnandstaðan sigri og færi landið aftur á braut lýðræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­lög pólsku stjórnarinnar í höndum fjar­hægri­flokks

Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði

Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Mæðgin látin eftir harm­leik í Eystra­salti

Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir Tomasz

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tomasz Miastkowski, 46 ára, frá Póllandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Tomasz er ekki talinn hættulegur.

Innlent
Fréttamynd

Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum

Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 

Erlent
Fréttamynd

Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum

Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota.

Innlent
Fréttamynd

Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann

Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 

Lífið
Fréttamynd

Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu

Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. 

Erlent
Fréttamynd

Pútín dá­­samaður á mikilli hyllingar­­sam­komu í Moskvu

Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda

Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs.

Erlent
Fréttamynd

„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Pólska orðin námsgrein við Háskóla Íslands

Pólska verður kennd í fyrsta skipti sem námsgrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands í haust. Áður hefur pólska verði kennd á námskeiðum við Tungumálamiðstöð HÍ en nú verður hún í boði sem 60 eininga aukagrein í pólskum fræðum.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnd­i aðra bak­hjarl­a fyr­ir hæg­a­gang með skrið­drek­a

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga

Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á am­feta­mín­basa

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur.

Innlent