Palestína

Ísraelskir hermenn drápu þrjá gísla
Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.

Harðar árásir á Khan Younis í nótt
Ísraelski herinn hefur í nótt sett enn meiri kraft í árásir sínar á borgina Khan Younis á Gasa svæðinu, sem er næst stærsta þéttbýlið á svæðinu.

Heims um ból, friðsælt skjól
Ísland hefur varið titilinn um friðsælasta land í heimi síðan árið 2008. Hér er gott að vera, hér eigum við flest öll von á því að börnin okkar geti alist upp í friðsælu umhverfi með aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Allt samfélagið er stillt inn á það að aðstoða þau, vinna fyrir því að mannréttindi þeirra og aðgengi að heiminum sé betra en það sem fullorðna fólkið ólst upp við.

Vopnahlé strax
Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í.

Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi
Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi.

RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision
Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum?

Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni
Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar.

Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara
Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist.

Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins.

Dæla sjó í göng Hamas
Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau.

Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með
Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna.

Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið
Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum.

Útlendingastofnun setur fjölskyldusameiningar Palestínumanna í forgang
Utanríkisráðherra segir að Ísland og Norðurlöndin muni styðja tillögu Egyptlands og Máritáníu um tafarlaust vopnahlé á Gaza og jafnvel vera meðflutningsmenn á tillögunni. Stjórnvöld hafi aukið framlög til neyðaraðstoðar við Palestínu og Útlendingastofnun sett sameiningu fjölskyldna fólks frá Palestínu í sérstakan forgang.

Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers
Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október.

Ný ályktun um tafarlaust vopnahlé lögð fyrir á allsherjarþingi SÞ
Ný ályktun verður lögð fyrir neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í dag vegna átakanna á Gasa.

Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa
Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað.

Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum
Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag.

„Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“
Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa.

Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist
Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni.

„Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“
Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda.

Friðarhugvekja
Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna.

From Hope to Heartbreak: Sameer and Yazan's Dreams in Peril
In a world filled with complexities, where borders blur and humanity stands at a crossroads, the fate of two young souls, Sameer (12) and Yazan (14), hangs in the balance. Their story is one of resilience, hope, and the pursuit of a better life, but the Icelandic Directorate of Immigration threatens to shatter their dreams by deporting them to Greece.

Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa
Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.

Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í
Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í.

Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa
Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar.

Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt
Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu
Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu.

Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher
Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni.

Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa
Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni.

Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“
Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins.