

66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna.
Komi Alþingi ekki saman og afturkalli nýjar ákvarðanir kjararáðs er það ávísun á óróleika á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Um mánaðamótin hækkuðu laun allra sem heyra undir kjararáð.
Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra.
Deilunni verður vísað til gerðardóms náist ekki samningar fyrir næsta föstudag.
Veikindi í röðum flugumferðarstjóra sem eru í yfirvinnubanni.
Vonir standa til þess að skrifað verði undir nýjan kjarasamning sjómanna og útgerðarmanna í næstu viku. Góður gangur hefur verið á óformlegum fundum síðustu vikur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í byrjun árs 2011.
Ríkiskattstjóri segir að ólaunuð vinna eða vinna þar sem laun eru eingöngu í formi hlunninda sé skattskyld.
Sveitarfélögin sömdu við félög BHM aðfaranótt mánudags. Aukinn kraftur að færast í viðræður við hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðar hafa ekkert heyrt frá samþykkt verkfalls sem hefst að óbreyttu 4. apríl.
"Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir," segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða.
Engin lausn í sjónmáli, segir talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík.
Flutningaskipi seinkar um tæpan sólarhring. Deiluaðilar funda hjá sáttasemjara í dag.
Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum.
Flutningaskipið mun ekki leggja úr höfn í kvöld.
Farmurinn orðinn nokkuð stór, segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag.
Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið.
"Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð.
Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir.
Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða.
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær.
Tilefni fundanna er alvarleiki stöðunnar sem nú er uppi.
Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði.
Félögar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar fóru yfir þriðja þúsundið nú um áramótin þegar Starfsmannafélag Akraness sameinaðist félaginu. Félagsmenn í Starfsmannafélagi Akraness voru ríflega 350 og í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um 2900. Sameinað félag verður því með um 3250 félagsmenn.
Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót. Flugstoðir, sem taka við flugstjórninni um áramót, hafa sett flugumferðarstjórum skilyrði um að undirrita starfsmannasamninga fyrir klukkan þrjú í dag, ella sé félagið ekki bundið af neinum samningum við þá. Flugumferðarstjórar ætla ekki að að undirrita samninginn.
Starfsmannafélag Akraness og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sameinast að óbreyttu um áramótin eftir að félagar í fyrrnefnda félaginu samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu fyrir helgi. Fram kemur á vef BSRB að tæp níutíu prósent þeirra sem tóku þátt í kosningunni hafi samþykkt sameininguna.
Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB.
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu.
Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB.
BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í.