
Samfylkingin

Samruninn skili ekki aukinni samkeppni
Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar.

Drög að málefnasamningi liggi fyrir
Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni.

Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri
Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri.

„Við viljum bara keyra hlutina í gang“
Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna.

Blár hvalur í kveðjugjöf
Þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi verið allt annað en sáttur við vinnubrögð Samfylkingarinnar í þingflokksherbergjamálinu, ef svo mætti kalla, þá skildi flokkurinn eftir innflutningsgjöf fyrir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokk hennar.

Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun missa umtalað þingflokksherbergi sitt til Samfylkingarinnar. Þetta er ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Áður hafði verið greint frá því að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði úrskurðað að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda herberginu.

Kristín til aðstoðar forsætisráðherra
Kristín Ólafsdóttir fréttmaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast
Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar.

Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni
Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri hjá Samfylkingunni, hefur tekið að sér að aðstoða oddvita flokkanna fimm sem standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg.

Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi
Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku.

Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað?
Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað
Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða.

Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“
Oddvitar fimm flokka sem hafa hafi formlegar meirihlutaviðræður segja mikið traust ríkja í viðræðunum. Samstarfið byggir á félagslegum grunni og verður lögð áhersla á húsnæðis- og skólamál. Ekkert hefur verið rætt um borgarstjóraembættið.

Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði
Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum.

„Kryddpíur“ í formlegt samtal
Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni.

Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag.

Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar
Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka.

Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu
Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.

Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög.

Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi
Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla?

Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra?
„Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð.

Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag
Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks.

„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“
Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu.

Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn.

Stefnuræða forsætisráðherra
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu í embætti í kvöld. Hægt er að fylgjast með ræðunni og umræðum um hana í beinni útsendingu hér á Vísi.

Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur
Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar.

Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs.

Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi.

Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr
Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka.

Líst vel á samstarf með Flokki fólksins
Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum.