

Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum.
Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði er enn ófundinn.
180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði.
Meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda verður reist í Garðabæ. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu til að geta boðið börnum upp á langtíma meðferð í sínu nærumhverfi.
Byggja á eitt þúsund fermetra meðferðarheimili í Garðabæ við Vífilsstaðaháls fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda.
Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum.
Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.
Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins.
Lyftumótorinn hafði brunnið yfir.
Öldungaráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að skora eldri borgara sveitarfélagsins á hólm í bocciaknattleik. Bæjarfulltrúi segir að það muni verða á brattann að sækja.
Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári.
Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn styttir aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr 20 mínútum í 5 mínútur.
Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla.
Pétur Jóhann Sigfússon leikari, handritshöfundur og grínisti, hefur verið valinn bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2017.
Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenning í kvöld í tilefni Vetrarhátíðar og Safnanætur
Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ.
Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Blaðamaður DV var dæmdur til að greiða íbúa í Aratúni 300.000 króna miskabætur fyrir ærumeiðingar og 800.000 kr í málskostnað í Hæstarétti í dag.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu um sextugt til þess að greiða 500 þúsund krónur vegna ummæla sem hún skrifaði í athugasemdarkerfi á vefnum dv.is.
Aratúnsfjölskyldan ætlar ekki að áfrýja sýknudómi í meiðyrðamáli sem fjölskyldan höfðaði gegn Trausta Laufdal Aðalsteinssyni, sem bloggaði á vefsvæði DV. Trausti kallaði fjölskylduna meðal annars bilað lið og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum".
Trausti Laufdal Aðalsteinsson bloggari var í dag sýknaður af meiðyrðastefnu vegna ummæla sem hann viðhafði á bloggsíðu á DV. Það var fjölskylda í Aratúni sem stefndi Trausta en hann mun meðal annars hafa kallað fólkið "bilað lið“ og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum“.
Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut.
Tæplega þrítugur karlmaður hefur beðið Aratúnsfjölskylduna afsökunar á ummælum sem hann lét falla um frétt sem birtist á dv.is á síðasta ári. Fjölskylda, sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ, hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Þessi maður er sá eini sem hefur beðist afsökunar.
Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu.
Um 70 manns ætla að mæta í Aratún í Garðabæ í kvöld og sýna þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá nágrönnum sínum stuðning. Á Snjáldurskinnu segir að fundurinn verður haldinn fyrir utan hús þeirra sem fyrir ofbeldinu urðu til að sýna þeim stuðning. „Hann er ætlaður til að sýna það svart á hvítu að samfélagið sættir sig ekki við hegðun eins og þau urðu fyrir,“ segir á síðunni.