
Vogar

„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna.

Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu
Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum.

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi
Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa
Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl.

Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi
Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna.

Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla
Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja.

Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar
Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi.

Breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns boðin út eftir áramót
Breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.

Reykjanesbraut opnuð tímabundið vegna óveðurs
Hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum á Reykjanesbraut vegna veðurs.

Reykjanesbraut lokuð í sólarhring
Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.

Aðgæsluleysi og vanræksla ástæða strandsins
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að grænlenska fiskveiðiskipið Masilik strandaði í desember á síðasta ári hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn skipsins.

Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective
Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska.

Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu
Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan.

Íþróttafélag og kynlífstækjaverslun hvetja bæjarbúa til að fjölga sér
Íþróttafélagið Þróttur Vogum stendur nú að átaki sem ætlað er að fjölga iðkendum félagsins til framtíðar. Félagið stendur að ástarmánuði í samstarfi við þekkta kynlífstækjaverslun, og hvetur íbúa til að fagna ástinni, með þá von að hún beri ávöxt.

Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni
Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg.

Vélarvana skemmtibát rak að landi
Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru með mikinn viðbúnað fyrr í kvöld vegna vélarvana skemmtibáts sem rak að landi. Báturinn var á reki austan við Atlagerðistanga við Voga á Vatnsleysuströnd.

Gasmengun getur verið alvarlegt mál
Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar.

Allra augu beinast að svæði sem í fyrra var talið líklegast til að gjósa
Augu jarðvísindamanna, sem og fróðleiksþyrstra landsmanna um næsta eldgos á Reykjanesskaga, beinast núna að svæði austan og norðaustan Fagradalsfjalls sem liggur til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingadölum í fyrra og í átt að hinu svipmikla fjalli Keili. Þar benda mælingar til að kvika streymi núna inn í kvikugang sem gæti brotist upp til yfirborðs á næstu dögum með eldgosi.

Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga
Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið.

Glúmur, Vigdís Hauksdóttir og Karl Gauti reyna nú við Voga
Alls sóttu fjörutíu um stöðu bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysuströnd sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Ásgeiri Eiríkssyni sem gegndi stöðunni síðastliðin ellefu ár.

Atvinnuleysi hefur minnkað hratt en er mest á Suðurnesjum
Samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans hefur atvinnuleysi minnkað hraðar en reiknað var með en Hagsjáin vitnar í tölur Vinnumálastofnunar. Ekki séu margar vísbendingar um að atvinnuleysi muni aukast mikið.

Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár
Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“

„Lifði hamingjusöm til æviloka“
Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn.

Rekinn eftir aðeins fjórar umferðir
Eiði Ben Eiríkssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Lengjudeildarliðs Þróttar Vogum.

Arnarseturshraun, Svartsengi og Vogaheiði talin líklegir gosstaðir
Ný gervihnattamynd staðfestir áframhaldandi landris norðvestan Grindavíkur og kvikusöfnun á fjögurra til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn.

Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði
Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi.

Litlu munaði hjá Sjálfstæðisflokki og E-lista í Vogum
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vogum fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. D-listinn og E-listinn náðu báðir þremur mönnum inn í bæjarstjórn.

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka
Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Þjóðarhöll suður með sjó
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur.

Áhyggjufullur yfir slasaðri súlu á Vatnsleysuströnd
Staðarhaldari á Vatnsleysuströnd segist ítrekað hafa reynt að ná í yfirvöld án árangurs vegna vængbrotinnar súlu sem hefur verið á svæðinu undanfarið. Lögregla hefur ekki viljað koma nálægt henni af ótta við fuglaflensu.