
Reykjavík

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna.

Ballið búið í Bláfjöllum í vetur
Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl.

Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf.

Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti
Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða.

Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“
Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum.

Börn oft að leik þar sem slysið varð
Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað.

Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins
Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga

Þrjú innbrot í miðbænum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og í nótt tilkynningar um þrjú innbrot í verslanir í miðbæ Reykjavíkur. Sökudólgurinn, eða dólgarnir, eru ekki fundnir og veit lögreglan ekki hver var að verki.

Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum
Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var í Hlíðunum í Reykjavík þar sem eldur logaði í bílskúr. Vel gekk að slökkva eldinn.

Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni
Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni.

Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður
Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu.

Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar
Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar.

Hringbraut lokað vegna bílslyss
Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Flugvallavegar og Hringbrautar á sjöunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli.

Joey Christ og Alma selja íbúðina
Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga.

Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn
Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis
Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki.

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti.

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana.

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu.

Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi eða nótt tilkynnt um stolinn bíl. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við eiganda bílsins, þann sem tilkynnti stuldinn, en þá kom í ljós að hann hafði gleymt því hvar hann hafði lagt bílnum. Hann var í raun rétt hjá.

NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku
Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku
Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til.

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar.

Esjustofa í endurnýjun lífdaga
Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins

Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“
Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi.

Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar
Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum.

Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar
Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga.

Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
„Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.”

Penninn leggst í miklar breytingar
Kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg hefur verið lokað, stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti og 350 fermetra verslun opnuð á Selfossi með innanstokksmunum úr verslun á Laugavegi, sem verður lokað. Forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug.