

Togbáturinn Drangur ÁR 307 sökk í höfninni á Stöðvarfirði í morgun.
Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur.
Gul viðvörun er í gildi á Austurlandi fram á kvöld. Um klukkan sjö höfðu tæpir 60 millimetrar mælst í Neskaupstað frá miðnætti.
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar mun setjast í bæjarstjórastól eftir að Karl Óttar Pétursson óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri.
Karl Óttar Pétursson hefur óskað eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára.
Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði.
Manninum sem lenti í sjálfheldu á Hólmatindi við Eskifjörð var bjargað um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, um klukkan átta í kvöld.
Allar björgunarsveitir á Austfjörðum voru kallaðar út um klukkan fimm síðdegis vegna göngumanns sem er í sjálfheldu við fjallið Hólmatind í Eskifirði.
Maðurinn sem lést er sexhjól sem hann ók valt í Reyðarfirði þann 6. ágúst síðastliðinn hét Andrés Elisson.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi.
Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna.
Tillögur Hafrannsóknarstofnunar að afmörkun fiskeldissvæða í tveimur fjörðum á Austurlandi eru komnar á borð skipulagsstofnunar.
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó.
Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði.
Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi.
Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út laust fyrir klukkan hálffjögur í dag vegna sinubruna sem hafði kviknað skammt fyrir ofan íbúðabyggð á Reyðarfirði.
Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19.
Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.
Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst.
Eldur kom upp í þaki rafstöðvarhúss RARIK í Neskaupstað í nótt.
Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó.
Óveðursspáin fyrir næstu daga setur strik í reikninginn hjá skipum Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins.
Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt.
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa.
Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin.
Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent.
Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi áður en næsta bræla skellur á.
Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn.