
Norðurþing

Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu
Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina.

Rafmagni aftur komið á á Norðausturlandi
Rafmagnslaust var á stórum hluta Norðurlands í gærkvöldi og í nótt eða í Kelduhverfi, Öxarfirði, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirði.

Hættu lífi sínu fyrir sjálfsmynd við Dettifoss
Tvær gulklæddar verur hættu lífi sínu við brún Dettifoss í þeim tilgangi að taka sjálfsmyndir. Myndband af atvikinu vekur óhug.

Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt
Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku.

Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum
Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá.

Ölvun og ofsaakstur í aðdraganda banaslyss
Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í banaslys á Norðausturvegi á Norðurlandi eystra í júlí í fyrra var undir áhrifum áfengis, ekki í bílbelti og ók á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem ítrekar fyrri ábendingar um ökumenn setjist aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis.

Með tárin í augunum á Húsavík
Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum
Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn
Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV
Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu.

„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag.

Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna.

Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar
„Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag.

Þakkar Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning eftir andlát unnustans
Unnusta ástralsks ferðamanns, sem lést á Húsavík í mars í fyrra eftir að hafa smitast af Covid-19, færir Íslendingum kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning meðan á dvöl hennar stóð. Hún segist jafnframt staðráðin í því að snúa aftur til Íslands og klára fríið sem unnusta hennar auðnaðist ekki að ljúka.

Húsavík tilnefnt til Óskarsins
Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd.

Ástin blómstraði á Raufarhöfn þar sem hjónaböndin urðu til
„Hér blómstraði ástin. Auðvitað var ástin hér á fullu og margir eignuðust sín hjónabönd á Raufarhöfn,“ segir Sléttungurinn Níels Árni Lund í þætti Um land allt á Stöð 2 um Raufarhöfn.

Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga
Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar.

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík
Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Húsvíkingar gera sig klára til að taka á móti Óskarnum
Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar.

Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn
Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Óvissustigi aflýst við Jökulsá á Fjöllum
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum
Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna
Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum.

Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun
Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn
Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær.

Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Bara krapi svo langt sem augað eygir
Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá
Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn.

Krapaflóðið lokar enn hringveginum
Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.