

Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum.
Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár.
Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls.
Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag.
Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk.
Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir.
Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri.
Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví.
Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu.
Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári.
Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut.
Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf.
Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju.
Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu.
Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum.
Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi.
„Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks.
Jón Þór Hauksson hefur verið ráðinn þjálfari Vestra í Lengjudeild karla. Hann hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið.
Heiðar Birnir Torleifsson er hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri í gær.
„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.
EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar.
Tvo daga í röð í síðustu viku hafði Lögreglan á Vestfjörðum afskipti af skipstjórum strandveiðibáta á miðunum fyrir vestan.
Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust.
Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða.
Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn.
Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt.
Gauti Geirsson sjávarútvegsfræðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Háafells ehf., fiskeldisfyrirtækis í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf.
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar.
Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins.