Keflavíkurflugvöllur

Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi
Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi.

Lengja tímabil flugferða til Rómar og Nice
Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári.

Sagðist vera klæddur sprengjuvesti við Keflavíkurflugvöll
Aðgerðaáætlun lögreglu og Keflavíkurflugvallar var virkjuð síðdegis í dag vegna sprengjuhótunar sem birtist á Twitter. Hótunin reyndist tilhæfulaus.

Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling
Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins.

Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum
Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins.

Var stöðvaður með kíló af kókaíni í farangrinum
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt austurrískan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpu kílói af kókaíni til landsins með flugi frá Amsterdam.

Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða
Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði.

Munu fljúga til Aþenu næsta sumar
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023.

Jómfrúin opnar á Keflavíkurflugvelli
Veitingastaðurinn Jómfrúin og bistro-staður undir nafninu Elda munu opna í Keflavíkurflugvelli í febrúar næstkomandi. Snorri Victor Gylfason, kokkur á Vox mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum Elda.

Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010?
Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt.

Mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum á leið til Porto
Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag.

Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds
Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið.

Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku
Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku.

Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play
Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum.

Flutti kókaín í fjórtán pakkningum innvortis til landsins
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann um fimmtugt í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla rúmlega 260 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í ágúst síðastliðinn.

Taka upp áætlunarflug til Las Palmas
Icelandair hefur hafið sölu á flugi til Las Palmas á Gran Canaria sem er nýr áfangastaður í leiðakerfi félagsins.

Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal
Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal.

Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni
Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum.

Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa
Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi.

Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi
Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi.

Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum
Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar.

Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð
Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins.

Engin sprengja fundist enn sem komið er
Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist.

Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar
Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar.

Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur
Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi.

Hættustig á landamærum vegna yfirálags
Embætti ríkislögreglustjóra hefur hækkað viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags til þess að tryggja örugga móttöku á fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni.

Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls
Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð.

Tvítugur Letti reyndi að smygla inn nær hreinu kókaíni
Tvítugur karlmaður frá Lettlandi hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að koma nokkuð miklu magni af nær hreinu kókaíni fram hjá tollvörðum í Leifsstöð.

Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland
Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl.