Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Ekki spurst til Þóris síðan í júlí

Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Jói Fel fór á skeljarnar

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, fór á skeljarnar og bað um hönd kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings á Miami í Flórída í gær, á 50 ára afmælisdegi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Ofurskvísur heimsins í ís­lenskri skóhönnun

Áhrifavaldar Danmerkur flykktust að þegar hönnuðurinn Katrín Alda frumsýndi nýja KALDA skólínu í Kaupmannahöfn á tískuvikunni og andrúmsloftið einkenndist af hátískustemningu. Blaðamaður var á svæðinu og ræddi við Katrínu Öldu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sól meðal tískuhönnuða er­lendis sem vert er að fylgjast með

Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir vakti mikla athygli fyrir sýningu sína á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Forsvarsmenn hátíðarinnar völdu Sól sem ein af þeim hönnuðum sem áhugavert er að fylgjast með og hún sýndi hönnun sína í arkítektúr- og hönnunarmiðstöðinni Blox við höfnina. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Á lífi þökk sé þrjóskum engli

„Það er voða skrítið að hugsa til þess að eitthvað svona lagað geti hent mann, algjörlega fyrirvaralaust og kippt manni snögglega út úr lífinu,“ segir Hildur Kjartansdóttir sem fór óvænt í hjartastopp á vinnustað sínum fyrir hálfu öðru ári. Hún þakkar þrautseigri samstarfskonu fyrir líf sitt í dag og lýsir henni sem „engli“.

Lífið
Fréttamynd

Skoða dóms­átt í barnaníðsmáli ís­lensks morðingja

Réttarhöldum í máli Daníels Gunnarssonar hefur verið frestað um nokkra daga vegna þess dómsátt milli hans og ákæruvaldsins er í undirbúningi. Á síðasta ári var hann dæmdur fyrir morð og limlestingu á líki, en málið sem nú er fyrir dómstólum varðar brot gegn barni.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskir þjóðbúningar vekja lukku á Ólafsvöku

Í dag fer fram hin árlega Ólafsvaka í Færeyjum sem er þjóðhátíðardagur, eða -dagar, þessarar frændþjóðar okkar. Það vekur athygli á hverju ári hve duglegir Færeyingar ungir sem aldnir eru við að skarta þjóðbúningum sínum sem er fallegur og ekki ólíkur þeim íslenska.

Innlent
Fréttamynd

Skökk gang­stéttar­hella eyði­lagði líf Ragn­heiðar

Um vorið 2018 hnaut Ragnheiður Pétursdóttir um skakka gangstéttarhellu á leið sinni á fund og við tóku sex ár af óbærilegum sársauka og baráttu við danska heilbrigðiskerfið um að fá hann viðurkenndan. Draumum um framtíðina hefur verið gert að víkja fyrir stöðugu stríði við sveitarfélagið, læknasamfélagið, tryggingafélög og eigin líkama.

Innlent
Fréttamynd

Birti bikinímynd af sér áður en það verður um seinan

Ísdrottningin og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir birti sjóðheita bikinímynd af sér í sólinni í Búlgaríu. Hún segist þurfa að birta myndir af sér fáklæddri áður en það verði um seinan, en hún verður 45 ára í ágúst.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskar stjörnur flykkjast í sólina

Svo virðist sem Íslendingar hafi gefist upp á íslenskra sumrinu og flykkjast nú hver af öðrum út fyrir landssteinana í leit að sól og hækkandi hitastigi. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning. Myndir af sólríkum ströndum, pálmatrjám og berum kroppum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana. 

Lífið
Fréttamynd

Mynd­band sýnir að­draganda á­rásarinnar á Krít

Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var rétta konan á réttum tíma“

„Það skiptir miklu máli að hafa breitt bak og geta staðið með sjálfri sér,“ segir framleiðandinn Alexandra Sif Tryggvadóttir, sem er búsett í New York og starfar hjá risanum Spotify. Alexandra er fædd í Los Angeles og hefur alla tíð haft annan fótinn úti en henni finnst mikilvægt að halda alltaf góðum tengslum við Ísland. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenski nuddarinn í Kanada sýknaður

Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Að verða fórnar­lamb ís­lenskra skatt­yfir­valda

Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.

Skoðun