Skotveiði

Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki
Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi.

Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni
Veiðimenn eru strax farnir að telja niður í sumarið 2023 þrátt fyrir að það séu fjórir mánuðir í að veiði hefjist að nýju.

Hvað á rjúpan að hanga lengi?
Nú er rjúpnaveiðitímabilið hafið og margir farnir að fá pínu vatn í munninn við tilhugsunina um að gæða sér á þessari bragðgóðu villibráð.

Veiðihornið - traust fjölskyldufyrirtæki í aldarfjórðung
Veiðihornið er fjölskyldufyrirtæki, byggt á gömlum grunni en þau Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen festu kaup á elstu veiðibúð landsins, Veiðimanninum, árið 1998. Veiðihornið fagnar því 25 ára starfsafmæli nk. febrúar og er í dag langstærsta veiðibúð landsins.

Margir búnir að ná jólarjúpunni
Fyrsta helgin er nú að baki á þessu rjúpnaveiðitímabili og það má með sanni segja að veðrið hafi verið rjúpnaskyttum hliðhollt.

Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað
Rjúpnaveiðitímabilið hófst á þriðjudaginn og það er ekki annað að heyra en að mörgum rjúpnaskyttum hafi gengið vel.

Fjölgar rjúpum sem má veiða á tímabilinu
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili.

Rjúpnaskyttur mjög ósáttar með fyrirkomulag veiða
Umhverfisstofnun hefur sent frá sér tillögur vegna rjúpnaveiða á þessu tímabili og skyttur landsins eru langt frá því að vera ánægðir með þetta fyrirkomulag.

Gæsaveiðin gengur vel í rokinu
Það eru ekki allir sem kvarta yfir því að fá smá rok og rigningu en þetta er einmitt veður sem gæsaskyttur segja eitt það besta fyrir skotveiði.

Gæsaveiðin er búin að vera góð
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og þær fréttir sem við erum að fá um veiðar síðustu daga ættu að vera hvetjandi fyrir þá sem eiga eftir að fara á heiðarnar.

Vilja takmarka rjúpnaveiðina við 26 þúsund fugla eða sex á mann
Náttúrufræðistofnun Íslands mælist til þess að ekki verði veiddar fleiri rjúpur í ár en 26 þúsund fuglar. Þetta jafngildir sex rjúpum á hvern veiðimann.

Gæsaveiðin er hafin
Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og það er ekki annað að heyra á þeim skyttum sem tóku tímabilið snemma að það sé bara nóg af fugli.

Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir
Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað.

Fá að skjóta á Álfsnesi á ný
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra.

Íþróttaskotfimi og veiði, skaðleg eða ekki?
Íþróttaskotfimi er elsta íþróttagrein landsins og skotveiðar hafa verið stundaðar frá því fyrst skotvopnin komu til landsins, en því er svona mikil andstaða við skotíþróttina og skotveiðar?

Gramir byssumenn krefjast þess að skotsvæðið á Álfsnesi opni aftur
Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, telur einsýnt að skotfimi- og veiðimenn séu fórnarlömb fordóma sem stjórnmálamenn hafi því miður elt. Hún vísar þar skotsvæðisins á Álfsnesi sem var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra.

Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar
Það er töluverður hópur veiðimanna sem sækir um hreindýr á hverju ári og líklega geta allir verið sammála um að eitt af því sem eykur velgengni á hreindýraveiðum er að þekkja bráðina.

Heimilar veiðar á 1.021 dýri
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að heimila veiðar á 1.021 hreindýri; 546 kúm og 475 törfum. Um er að ræða 199 færri dýr en á síðasta tímabili en ástæðan er fyrst og fremst óvissa um talningu vegna veðurskilyrða og tilfærslu dýra milli svæða á talningartímum.

Hvað á rjúpa að hanga lengi?
Þeir rjúpnaveiðimenn sem náðu feng sínum á þessu hausti hafa margir misjafnar venjur þegar kemur að því að láta fuglinn hanga.

Líflegur markaður með villibráð
Þetta er sá árstími þar sem áhugafólk sem fagfólk leikur sér með villibráð í eldhúsinu og það er fátt eins gott og rétt elduð villibráð.

Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu
Hlaupvídd 12 er það caliber sem langflestir nota hér á landi við skotveiðar en vinsældir á hlaupvídd 20 eru þó að aukast.

Margir komnir með jólarjúpur í hús
Rjúpnaveiðar virðast ganga ágætlega þrátt fyrir að veiðidagurinn hafi verið styttur á þann veg að aðeins megi ganga frá hádegi á leyfðum veiðidögum.

Vel skrifuð bók um rjúpnaveiðar
Nú stendur rjúpnaveiðitímabilið yfir og skyttur landsins eru um þessar mundir að ganga á fjöll og heiðar til að ná í jólamatinn.

Refaveiðar orðnar að launaðri sportveiði og forsendur fyrir veiðum brostnar
Umhverfisstofnun telur að forsendur fyrir refaveiðum séu brostnar og að rétt sé að þróa nýtt fyrirkomulag varðandi veiðarnar, meðal annars með tilliti til fuglaverndar. Tilgangur veiða var að vernda búfé en það virðist ekki eiga við lengur og séu veiðarnar orðnar að „vana eða launaðri sportveiði“.

Skotvís biðlar til veiðimanna um að hafa rjúpuna í forrétt
Skotveiðifélag Íslands hyggst beina þeim tilmælum til veiðimanna að virða tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands um hæfilegar rjúpnaveiðar og veiða rjúpuna í forrétt, frekar en aðalrétt.

Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum
Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar.

Skárri kostur en algjört bann sem hafi verið til umræðu
Rjúpnaveiðimenn sýna hertum veiðireglum skilning þrátt fyrir að vilja hafa þær óbreyttar. Veiðibann er á meðal þeirra leiða sem skoðað var að fara.

Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi
Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum.

Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu
Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember.

Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann
„Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“