Play Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Play hefur náð samkomulagi um rekstur fjögurra véla úr flota flugfélagsins til ársloka 2027 fyrir erlendan flugrekanda með svonefndri ACMI leigu. Flugreksturinn mun fara fram í gegnum Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., sem er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Til þess að anna eftirspurn yfir sumarmánuðina verður ein flugvél tekin á leigu. Viðskipti innlent 8.4.2025 16:45 Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. Viðskipti innlent 6.4.2025 07:07 Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Viðskipti innlent 4.4.2025 18:09 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. Innlent 3.4.2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. Innlent 2.4.2025 11:11 Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Viðskipti innlent 28.3.2025 11:53 Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 17:03 Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Viðskipti erlent 10.3.2025 15:49 Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8.3.2025 11:05 Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. Viðskipti innlent 7.3.2025 17:37 Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Innlent 5.3.2025 20:44 Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins „Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna. Innlent 2.3.2025 07:57 Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna. Innlent 26.2.2025 22:12 Vænta þess að hagnast árlega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar. Innherji 21.2.2025 15:50 Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Stjórn flugfélagsins PLAY sendi frá sér tilkynningu þar sem hún harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Tilkynningar af þessu tagi valdi félaginu tjóni. Viðskipti innlent 20.2.2025 20:00 Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Viðskipti innlent 20.2.2025 10:54 Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Viðskipti innlent 18.2.2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. Viðskipti innlent 17.2.2025 19:04 Boðar bætta arðsemi Play með útleigu á vélum en útilokar ekki hlutafjáraukningu Rekstrarafkoma Play batnaði nokkuð á fjórða ársfjórðungi 2024, meðal annars vegna hærri meðaltekna og aðhaldsaðgerða, en niðurfærsla á skattalegri inneign veldur því að heildartapið jókst talsvert milli ára og eigið fé flugfélagsins er því neikvætt um áramótin. Forstjóri Play útilokar ekki hlutafjáraukningu á næstunni en segir hins vegar rekstrarhorfurnar hafa tekið miklum framförum og nýtt samkomulag um leigu á þremur vélum til ársins 2027 eigi eftir að skila félaginu fyrirsjáanleika og arðsemi í samræmi við áður útgefnar áætlanir. Innherji 17.2.2025 16:06 Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. Neytendur 17.2.2025 15:53 Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Innlent 4.2.2025 14:36 „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. Atvinnulíf 20.1.2025 07:02 „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Innlent 19.1.2025 14:49 Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Lífið 16.1.2025 17:25 Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. Viðskipti innlent 16.1.2025 14:03 Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. Viðskipti innlent 13.1.2025 16:34 Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Viðskipti innlent 10.1.2025 11:40 Vigdís frá Play til Nettó Vigdís Guðjohnsen hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó. Vigdís hefur samkvæmt tilkynningu sérhæft sig í markaðssetningu samfélagsábyrgðar. Viðskipti innlent 3.1.2025 08:37 Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Innlent 2.1.2025 15:02 Einar baðst fyrirgefningar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Innlent 20.12.2024 18:43 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 16 ›
Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Play hefur náð samkomulagi um rekstur fjögurra véla úr flota flugfélagsins til ársloka 2027 fyrir erlendan flugrekanda með svonefndri ACMI leigu. Flugreksturinn mun fara fram í gegnum Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., sem er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Til þess að anna eftirspurn yfir sumarmánuðina verður ein flugvél tekin á leigu. Viðskipti innlent 8.4.2025 16:45
Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. Viðskipti innlent 6.4.2025 07:07
Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Viðskipti innlent 4.4.2025 18:09
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. Innlent 3.4.2025 20:40
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. Innlent 2.4.2025 11:11
Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Viðskipti innlent 28.3.2025 11:53
Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Viðskipti innlent 21.3.2025 17:03
Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Viðskipti erlent 10.3.2025 15:49
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8.3.2025 11:05
Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. Viðskipti innlent 7.3.2025 17:37
Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Innlent 5.3.2025 20:44
Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins „Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna. Innlent 2.3.2025 07:57
Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna. Innlent 26.2.2025 22:12
Vænta þess að hagnast árlega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar. Innherji 21.2.2025 15:50
Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Stjórn flugfélagsins PLAY sendi frá sér tilkynningu þar sem hún harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Tilkynningar af þessu tagi valdi félaginu tjóni. Viðskipti innlent 20.2.2025 20:00
Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Viðskipti innlent 20.2.2025 10:54
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Viðskipti innlent 18.2.2025 08:59
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. Viðskipti innlent 17.2.2025 19:04
Boðar bætta arðsemi Play með útleigu á vélum en útilokar ekki hlutafjáraukningu Rekstrarafkoma Play batnaði nokkuð á fjórða ársfjórðungi 2024, meðal annars vegna hærri meðaltekna og aðhaldsaðgerða, en niðurfærsla á skattalegri inneign veldur því að heildartapið jókst talsvert milli ára og eigið fé flugfélagsins er því neikvætt um áramótin. Forstjóri Play útilokar ekki hlutafjáraukningu á næstunni en segir hins vegar rekstrarhorfurnar hafa tekið miklum framförum og nýtt samkomulag um leigu á þremur vélum til ársins 2027 eigi eftir að skila félaginu fyrirsjáanleika og arðsemi í samræmi við áður útgefnar áætlanir. Innherji 17.2.2025 16:06
Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. Neytendur 17.2.2025 15:53
Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Innlent 4.2.2025 14:36
„Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. Atvinnulíf 20.1.2025 07:02
„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Innlent 19.1.2025 14:49
Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Lífið 16.1.2025 17:25
Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. Viðskipti innlent 16.1.2025 14:03
Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. Viðskipti innlent 13.1.2025 16:34
Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Viðskipti innlent 10.1.2025 11:40
Vigdís frá Play til Nettó Vigdís Guðjohnsen hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó. Vigdís hefur samkvæmt tilkynningu sérhæft sig í markaðssetningu samfélagsábyrgðar. Viðskipti innlent 3.1.2025 08:37
Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Innlent 2.1.2025 15:02
Einar baðst fyrirgefningar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Innlent 20.12.2024 18:43