
Verslun

Nýjar outlet fataverslanir opna í Holtagörðum
Þrjár fataverslanir, NTC, S4S og Föt og skór, opna nýjar verslanir í Holtagörðum á morgun, svokallaðar „outlet“ verslanir. Verslanirnar eru alls um 4.500 fermetrar að stærð.

Sante hafi veitt viðskiptavinum rangar upplýsingar
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir.

Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku
Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi.

„Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“
Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins.

Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt
Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti.

„Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira”
„Við viljum vera mótvægi við offramleiðslu á skóm og fatnaði og leggja áherslu á gæði. Það er allt önnur upplifun af því að panta vöru í sófanum heima í gegnum skjá, en að koma í verslun, fá persónulega þjónustu og handleika vöruna sem þú hefur áhuga á,” segir Matthildur Leifsdóttir stofnandi verslunarinnar 38 þrep sem fagnar í dag 30 ára afmæli, en verslunin hefur frá upphafi verið rekin á Laugavegi.

Brutu lög með því að dreifa kynlífstækjum um húsið
Kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið gerð 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Auglýsingastofan Pipar hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin í fyrra.

Festi hækkar afkomuspá um hundruð milljóna
Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar
Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið.

Bjarni Þór og Sæunn til Heimkaupa
Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn innkaupastjóri Heimkaupa og Sæunn Viggósdóttir mannauðsstjóri.

Rafha fagnar afmælinu í nútímalegum búningi
Þessi vikuna fagnar verslunin Rafha 87 ára afmæli sínu með glæsilegum afmælistilboðum, kaffi og kruðeríi.

Munum stolið úr sýningarglugga skartgripaverslunar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í Reykjavík í nótt eftir að rúða var brotin í skartgripaverslun. Var munum stolið úr sýningarglugga sem snýr út að götu.

Hlaðvarpsstjarna til Heimkaupa
Birkir Karl Sigurðsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þreytt á Krambúðinni í anddyri Vestfjarða
Sveitarstjóri Dalabyggðar segist vera ósáttur við svör Samkaupa um rekstur verslunar í Búðardal. Sveitarstjórn hefur skorað á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Forsvarsmenn Samkaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitarstjórn á miðvikudag.

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“
„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Vörur sem ýta undir ímyndunarafl og sköpun barna
Nýlega opnaði MiniPlay.is nýja og glæsilega verslun í Víkurhvarfi 2 í Kópavogi. Verslunin selur vönduð og stílhrein leikföng og barnavörur fyrir börn á öllum aldri

Tímamót í Vesturbænum: Hræðilega sárt að selja „barnið hans Þóris“
Elsta starfandi blómabúð landsins, sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá stofnun, er komin á sölu. Eigandi segir það skelfilega sárt að selja búðina en ekkert annað sé í stöðunni.

Áttunda áratugnum gefið nýtt líf
Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA fagnar áttatíu árum og í tilefni stórafmælisins hefur nokkrum vinsælum og þekktum vörum verið gefið nýtt líf.

Ráðherra fékk fyrsta gjafakort sinnar tegundar í heimunum
Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa.

Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd.

Ekki lengur hægt að kaupa bensín á Litlu kaffistofunni
Hætt hefur verið að selja bensín á Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. Rúmlega 63 ára sögu bensínsölu þar er því lokið.

„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“
Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt.

Sólargeislinn Amanda í Holtagörðum
Amanda Rós Zhang hefur unnið í Bónus í tólf ár og er þekkt fyrir glaðværð og þýtt viðmót á kassanum í Holtagörðum, þar sem hún mætir viðskiptavinum ávallt með sólskinsbros á vör. Við mæltum okkur mót við Amöndu á kassanum í Íslandi í dag í fyrradag.

Engillinn á afgreiðslukassanum
„Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær.

Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum.

Jysk-skiltin komin upp og Rúmfatalagerinn heyrir sögunni til
Rúmfatalagerinn heyrir nú sögunni til en nafnbreytingin, þar sem nafninu var skipt út fyrir Jysk, átti sér stað í dag.

Guðmundur hættir aftur hjá Bónus
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin.

Prjónaæði grípur um sig - heimsóknum fjölgar um 900 prósent
Icewear hefur heldur betur hrist upp í prjónaheiminum eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á bandi og opnaði sérverslun í Fákafeni með band og handprjónavörur. Splunkunýr valmöguleiki á heimasíðu verslunarinnar sópar að sér heimsóknum.

Einstök verslun í 50 ár
Verslunin Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld en hún heldur upp á 50 ára afmæli sitt dagana 21.-30. september.

Sigurður frá Basko til ILVA
Sigurður Karlsson hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri ILVA ehf. sem er ein af stærstu húsgagnverslunum landsins. Sigurður kemur til ILVA frá EY á íslandi en þar starfaði Sigurður sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig stafi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu.