
Heimilisofbeldi

Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi
Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda
Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa.

Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“
Eftir að Joey Barton var dæmdur fyrir að hafa ráðist á eiginkonu sína hafa gömul ummæli hans á X verið dregin fram í dagsljósið.

Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið
Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert.

Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast
Talskona Stígamóta segir meðferð heimilisofbeldismála allt of handahófskennda innan dómskerfis og því sé tiltrú brotaþola á kerfinu ekki mikil. Brotaþolar sækja sér því mögulega réttlæti með öðrum hætti, til dæmis með því að berskjalda sig opinberlega með birtingu sönnunargagna og frásögn.

Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“
Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt.

Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Joey Barton hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á eiginkonu sína,Georgiu. Atvikið átti sér stað á heimili fjölskyldunnar í Lundúnum sumarið 2021.

Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis.

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni
Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram.

Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus
Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín.

Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi, með því að hafa ráðist á konuna og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi.

Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki
Jonathan Majors, bandarískur leikari, viðurkennir að hafa tekið Grace Jabbari, þáverandi kærustu sína, kverkataki á hljóðupptöku. Atvikið átti sér stað í september árið 2022.

Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband
Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið.

Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn
Móðir hefur verið sýknuð af ákæru fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa látið umskera sautján mánaða gamlan son sinn. Sonurinn endaði á sjúkrahúsi eftir umskurðinn.

„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“
Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn.

Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi
Heimilisofbeldi er ekki aðeins líkamlegt ofbeldi, heldur líka andlegt, tilfinningalegt og fjárhagslegt. Afleiðingar þess eru djúpstæðar og geta haft langvarandi áhrif á þolendur, sérstaklega börn sem alast upp við ótta og óöryggi. Þegar kona sleppur úr ofbeldissambandi er það þó oft aðeins upphaf nýrrar baráttu, því ofbeldismaðurinn notar gjarnan lagalegt og kerfisbundið vald til að halda áfram ógnarstjórninni.

Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar
Fótboltamaðurinn fyrrverandi, Joey Barton, ýtti eiginkonu sinni og sparkaði svo í höfuð hennar á heimili þeirra fyrir þremur árum.

Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni
Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu.

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur
Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir.

„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“
Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni.

Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál
Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð.

Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt
Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022.

Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað
Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum.

Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum
Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni.

Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri
Maðurinn sem fékk á dögunum tólf ára fangelsisdóm fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til dauða konu hans heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson.

Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð
Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða.

Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti
Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur.