Valur

Fréttamynd

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 67-91 | Frá­bærir Vals­menn rúlluðu yfir Kefla­vík á leið sinni í bikarúrslit

Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur í úr­slit eftir víta­spyrnu­keppni

Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Króknum á Hlíðar­enda

Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Betri ára yfir okkur“

„Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26.

Handbolti
Fréttamynd

Skiptir úr sál­fræðinni í Duolingo

„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Kári: Bara negla þessu niður

Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Litla höggið í sjálfs­traustið“

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Handbolti