
Valur

Valskonur unnu meistarana
Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Kjartan Kári Halldórsson gæti verið á leið til Vals frá FH. Valsmenn hafa elst við leikmanninn um hríð en Hlíðarendafélagið á þó eftir að semja um kaup og kjör.

„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“
„Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag.

Valsmenn settu sex gegn Grindavík
Valur fór létt með Grindavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins og vann 6-0 sigur á Hlíðarenda.

Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins
Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag.

„Við vorum yfirspenntar“
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

„Frammistaða á alþjóðamælikvarða“
Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum
Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit
Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni.

Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val
Arnór Smárason mun segja starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val lausu um næstu mánaðarmót. Ástæðan eru flutningar til Svíþjóðar. Hann mun hins vegar starfa áfram sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins.

Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR?
Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi?

„Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“
„Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum.

Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum
Valur sótti sex stiga sigur, 83-89, í heimsókn sinni til Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. Sigurinn skaut Valskonum upp í efri hlutann en Hamar/Þór situr í níunda sæti deildarinnar sem skiptist nú til helminga.

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val.

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
„Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings.

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn.

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var í dag tilkynntur sem nýjasti leikmaður Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Í Færeyjum þykir það helst fréttnæmt að Gylfi Þór muni nú spila með Gunnari Vatnhamar.

Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.

Víkingur staðfestir komu Gylfa
Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið.

Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina.

Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið til Víkings og hefur náð samkomulagi við félagið. Þetta herma heimildir Vísis.

Valur samþykkti tilboð í Gylfa
Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans.

Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val
Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals. Hann hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Atalanta síðan árið 2021 en hefur fest sig til næstu fjögurra ára á Hlíðarenda.

Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda
Njarðvík lagði Val með tveggja stiga mun í æsispennandi leik að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Bónus deild kvenna í körfubolta, lokatölur 76-78.

Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti
Valur vann 17 marka sigur þegar liðið sótti ÍR heim í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 31-48.

Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi
ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag.

Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa
Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil.

Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum
Björn Kristjánsson sá ekki fyrir sér að spila körfubolta aftur þegar nýru hans gáfu sig veturinn 2022 og hann á leið í aðgerð. Fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kom honum hins vegar til aðstoðar.

„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“
Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi.