
UMF Grindavík

„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“
Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82.

Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 69-82 | Njarðvík í úrslit
Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna.

Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn
Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla.

Búið að fjarlægja auglýsingarnar af gólfinu í Smáranum
Auglýsingar á gólfi íþróttahússins í Smáranum hafa verið teknar í burtu eftir slysið sem varð í síðasta leik í húsinu.

„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“
Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84.

Uppgjör: Keflavík - Grindavík 84-83 | Ótrúlegur endir og allt jafnt í einvíginu
Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið.

„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“
Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ.

DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld
Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum.

„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“
Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“
Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna.

Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 66-58 | Njarðvíkingar einum sigri frá úrslitum
Njarðvík leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna eftir 66-58 sigur Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar tóku fyrsta leikinn í Smáranum og hrifsuðu þar með til sín heimavallarréttinn.

Sló í myndavél og gæti fengið bann
Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.

PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile
Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta.

„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“
Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær.

„Breytir einvíginu ansi mikið“
„Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu.

„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi.

Uppgjör: Grindavík - Keflavík 102-94 | Gulir unnu fyrsta bardagann
Grindavík vann 102-94 sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Subway-deild karla í kvöld. Bæði lið misstu lykilmenn af velli í leiknum og er óvíst með þátttöku þeirra í næsta leik.

Víkingar bjóða Grindvíkingum í Víkina á morgun
Alveg eins og Blikarnir gerðu í körfuboltanum í vetur þá ætla Víkingar að aðstoða Grindvíkinga með aðstöðu í fótboltanum í sumar.

Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 79-83 | Grænar stálu heimavellinum í Smáranum
Grindavík tók á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanliða úrslitum Subway-deildar kvenna í sveiflukenndum leik, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fór það svo að „gestirnir“ úr Njarðvík unnu fjögurra stiga sigur.

Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár
Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið.

Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum
Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga.

„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“
Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt.

„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“
„Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar.

Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 91-89 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik í Smáranum
Grindvíkingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. Þetta varð ljóst eftir að liðið vann Tindastól í þriðja sinn í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum.

„Náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik“
Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna.

Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 93-75 | Grindvíkingar flugu inn í undanúrslitin
Grindvíkingar tóku á móti Þórsurum í Smáranum í kvöld í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Grindavík leiddi fyrir kvöldið 2-0 í einvíginu og því tímabilið undir hjá gestunum.

Arnór átti Play leiksins: „Hann var stórkostlegur“
Arnór Tristan Helgason átti heiðurinn að „Play leiksins“, það er að segja atvikinu sem stóð upp úr í sigri Grindavíkur gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld.

Óli var búinn að vara við: „Ef þeir syngja um mig þá kveikir það í mér“
Ólafur Ólafsson var frábær á Sauðárkróki í gær þegar Grindavík fór illa með Íslandsmeistara Tindastóls og komst í 2-0 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.

Uppgjör: Tindastóll - Grindavík 88-99 | Gulir með annan fótinn í undanúrslit
Íslandsmeistarar Tindastóls eru með bakið upp við vegg eftir annað tapið í röð gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Grindavík þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greiðfært
Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár.