UMF Grindavík

Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Grinda­vík - Stjarnan 80-72 | Verð­skuldaður sigur Grind­víkinga

Grindavík tók á móti Stjörnunni í 18. umferð Subway-deildar kvenna nú í kvöld. Þetta var lokaleikur deildarinnar áður en henni verður skipt upp í A deild og B deild. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í þriðja sæti með 20 stig á meðan gestirnir úr Garðabæ sátu sæti neðar með 18 stig. Svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur eftir afar skemmtilega leik. Lokatölur hér í Smáranum 80-72

Körfubolti
Fréttamynd

Landsliðskona til Grinda­víkur

Á meðan móðir hennar, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, leitar pólitískra leiða til að hjálpa Grindvíkingum á þessum erfiðum tímum ásamt félögum sínum í íslensku ríkisstjórninni þá mun Dagný Lísa Davíðsdóttir hjálpa Grindvíkingum inn á körfuboltavellinum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það var svo­lítill haustbragur á þessu hjá okkur“

Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83.

Körfubolti
Fréttamynd

„Er afar þakk­lát“

Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik varð íslenskur ríkisborgari nú í desember. Hún segir það mikinn heiður að hafa verið veittur ríkisborgararéttur. 

Körfubolti
Fréttamynd

Grindavíkurkonur Kanalausar eftir ára­mót

Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem alls­herjar- og mennta­mála­nefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­leikir í 8-liða úr­slitum bikarsins

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík.

Körfubolti