Hagsmunir stúdenta

Af hverju bara hálft skref áfram?
Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu.

Tekist á í Stúdentaráði: „Furðulegasti fundur sem ég hef mætt á“
Oddviti Vöku á félagsvísindasviði, Júlíus Viggó Ólafsson, vísar gagnrýni Röskvu á ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans í Stúdentaráði, SHÍ, á bug. Röskvuliðar gengu af kjörfundi SHÍ í gær eftir að Vaka tilkynnti að þau myndu taka forsæti í öllum fastanefndum félagsins. Vaka fer með meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn í sjö ár.

Aðsóknarmet slegið í Listaháskólanum
Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári.

Fara stúdentar til tannlæknis?
Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema.

Engin námslán fyrir fátækt fólk
Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar.

Vaka vann nauman meirihluta í Stúdentaráði
Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta komst í meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem Vaka nær meirihluta. Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn var kjörsókn um 31 prósent til Stúdentaráðs og 28 prósent til Háskólaráðs.

Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir
Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi.

Vökuliðar telja framboðslista Röskvu ókjörgengan
Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram þessa stundina. Meðlimir Vöku hafa sent erindi til kjörstjórnar kosninganna vegna framboðs Röskvu til stúdentaráðs, sem þeir telja ólöglegt vegna frambjóðanda sem þeir vilja meina að sé ókjörgengur.

Sjúkdómsmynd vanfjármögnunar
Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu.

Vannýtt tækifæri
Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum.

Hvað tökum við með okkur?
Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu.

Lán úr óláni
Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám.

Vonbrigði að stúdentum bjóðist ekki mótvægisaðgerðir samhliða gjaldskyldu
Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans.

Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána
Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni.

Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ
Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna.

Hver sér um okkur á meðan við sjáum um ykkur?
Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á.

Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust
Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði.

Árskort í World Class eða ólögmætt skrásetningargjald?
Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar.

Vaka kynnir framboðslistann
Framboðslistar Vöku hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs voru kynntir í kvöld á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94. Kosningarnar fara fram 20.- 21. mars næstkomandi.

Röskva kynnir framboðslistana
Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum.

Sóknarfæri Menntasjóðs námsmanna
Áskoranir í menntakerfinu eru fjölmargar, á háskólastiginu skortir okkur fjölbreyttari hópa í fjölbreyttara nám. Við viljum fjárfesta í menntakerfinu, samfélaginu öllu til heilla, því menntakerfið er besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri og áframhaldandi farsæld í íslensku samfélagi.

Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR
Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda.

Léleg námslán eru pólitísk ákvörðun
Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi.

Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík?
Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól.

Nauðsynlegt að hækka lán og breyta skilyrðum um námsframvindu
Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, telja áríðandi að lögum um Menntasjóð námsmanna verði breytt til að tryggja skilvirkni og betra aðgengi nemenda að lánum og styrkjum. Samtökin fóru á fund allsherjar- og menntamálanefndar fyrir hádegi í dag.

Fíllinn í herberginu
Í kringum síðustu alþingiskosningar átti sér hvergi stað heildstæð umræða um menntamál. Það var því engin leið fyrir okkur stúdenta eða háskólayfirvöld að vita hverjar áherslur stjórnmálaflokkana yrðu í málaflokknum.

Að Háma í sig pening
Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi.

Mennt er máttur
Menntakerfið er ein af grunnundirstöðum samfélagsins og þar spilar námslánakerfið lykilhlutverk. Námslán hafa gert fjölda fólks kleift að öðlast menntun, sem ella hefði þurft að hverfa frá námi og halda út á vinnumarkað.

Falskar ástir (ekki Flóna-lagið)
Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum.

Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt
Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt.