Vestri

Davíð Smári og Kolla selja glæsilega útsýnishæð
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og eiginkona hans Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheill, hafa sett glæsilega 268 fermetra eign við Dalbraut á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 139,9 milljónir.

Sjáðu umdeilda vítið sem KR fékk og öll mörkin úr Bestu í gær
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar sjöunda umferðin hófst og þar fögnuðu Víkingar, KR-ingar og KA-menn góðum sigrum. Nú má sjá mörkin fjórtán úr leikjunum þremur hér inn á Vísi.

Uppgjörið: Vestri-Víkingur 1-4 | Öruggur meistarasigur gegn nýliðunum
Vestri tók á móti Víkingi á AVIS vellinum í Laugardal í 7. umferð Bestu deildar karla. Víkingar fóru þar með afar öruggan 1-4 sigur.

KA sneri taflinu við í seinni hálfleik
KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 endurkomusigur gegn Vestra í kvöld.

Meiðslavandræði Vestra virðast engan enda ætla að taka
Nýliðar Vestra í Bestu deildinni hafa heldur betur fengið vænan skammt af meiðslavandræðum í upphafi frumraunar sinnar í Bestu deildinni. Félagið greindi frá því í morgun að miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi sé rifbeinsbrotinn og verður hann frá í tólf vikur.

Davíð Smári: Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst
Vestri tapaði sínum öðrum leik í röð í Bestu deildinni í dag. 3-0 ósigur á Akranesi gegn heimamönnum staðreynd í leik þar sem lítið gekk upp hjá gestunum.

Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna
ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna.

„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“
Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur
FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.

„Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði“
Vestri komst tvívegis yfir en tapaði að endingu 3-2 gegn FH í 5. umferð Bestu deildar karla. Fyrirliði liðsins, Elmar Atli Garðarsson, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um ristarbrot sé að ræða, líkt og liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir á dögunum.

Uppgjörið: FH - Vestri 3-2 | FH kom til baka og vann fjórða leikinn í röð
FH tók á móti Vestra á grasinu í Kaplakrika og vann sterkan 3-2 endurkomusigur. Þetta var fyrsti heimaleikur FH og fjórði deildarsigur þeirra í röð.

„Vestri hefur verið að taka leikhlé“
„Þeir tóku leikhlé, Vestri hefur verið að taka leikhlé í leikjum sínum,“ segir Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, um lið Vestra í Bestu deildar karla í fótbolta.

Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá
Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur.

Sjáðu dramatíkina í fyrsta grasleiknum á KR-vellinum og öll hin mörkin
Fjórum leikjum af sex í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta er lokið en umferðin klárast síðan í kvöld. Nú má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins hér inn á Vísi.

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða
Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Uppgjör og viðtöl: Vestri - HK 1-0 | Benedikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð
Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur.

Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum
Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga.

Vestri fær liðsstyrk úr dönsku úrvalsdeildinni
Vestri hefur gengið frá samningum við ungan kantmann sem liðið fær frá OB í dönsku úrvalsdeildinni.

Sjáðu mörkin úr stórleiknum, öðrum stórsigri ÍA í röð og sögulegum sigri Vestra
Tólf mörk voru skoruð í síðustu þremur leikjum 3. umferðar Bestu deildar karla. Víkingar og Skagamenn sýndu styrk sinn á meðan Vestramenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.

„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn“
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður.

Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma
Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma.

Sjáðu þrennu Viktors og vítavörsluna sem bjargaði Val
Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu Bestu deildar karla í fótbolta í sumar í gær og Frederik Schram varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í sumar. Nú er hægt að sjá mörkin og vítavörsluna hér inn á Vísi.

„Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin“
Vestri tapaði öðrum leik sínum í röð í Bestu deild karla þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag, 4-0. Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliðanna, var svekktur með úrslitin eftir að hafa farið með jafna stöðu inn í hálfleik.

„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“
Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik.

Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 4-0 | Vondur dagur hjá Vestra
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur gegn Vestra í 2. umferð Bestu deildar karla á Kópavogsvelli í dag.

Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“
Betur fór en á horfðist þegar að bifreið, sem flutti nokkra leikmenn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísafjarðar eftir leik gegn Fram um síðastliðna helgi. Flytja þurfti einn leikmann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkrahús en hann var skömmu síðar útskrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel.

Dýrast að sjá Gylfa eða vera seinlátur Vesturbæingur
Gríðarlegur áhugi var á fyrstu umferð tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta og vel mætt á leikina. Það getur þó kostað allt að 3.500 krónur að fá miða á völlinn.

Stafrófið ræður röð fjögurra efstu liðanna í Bestu deildinni
Blikar sitja í toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á FH í gærkvöldi. Þrjú önnur lið eru þó með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þá er bara eitt sem ræður röðinni.

Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu
Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta.