Stéttarfélög

Félagsmenn í félögum SGS samþykkja kjarasamning
Kjarasamningur SGS og SA hefur verið samþykktur með miklum meirihluta, eða 82,72 prósent atkvæða. Nei sögðu 12,85 prósent og 4,43 prósent tóku ekki afstöðu. Kjarasamningurinn hefur nú verið samþykktur hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS.

Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta
Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent.

Fólk í fagfélögunum sagði upp til hópa já
Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ hefur samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Samningar Samiðnar samþykktir
Mikill meirihluti félagsmanna Samiðnar greiddi atkvæði með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslu lauk í dag en samningarnir náðu til tæplega 8700 manns.

Engir langtímakjarasamningar án gjaldfrjálsra skólamáltíða
Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki koma til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum við sveitarfélögin. Hann sakar Sjálfstæðismenn um að notfæra sér verkalýðshreyfinguna í pólitískri skák.

Af hverju er útspil SA um verkbann alvarlegt fyrir þig?
Fyrir Verkalýðshreyfinguna hafa síðustu dagar verið æsispennandi, streituvaldandi, tilfinningaþrungnir, en jafnframt opnað augu margra fyrir aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði.

Engin svör
Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu.

Fordæmir offors SA gagnvart starfsmönnum Icelandair
Samninganefnd verslunarmanna fordæmir það „offors“ sem hún segir Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér gagnvart fámennum hópi starfsmanna við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík í vikunni. Þrátt fyrir þetta hafi ásættanleg niðurstaða náðs í kjaraviðræðum í nótt.

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins um allt land krefja Heiðu skýringa
Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.

SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning
Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR.

Sigríður Lovísa hlaut flest atkvæði í stjórnarkjöri VR
Sigríður Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg, hlaut flest atkvæði í kosningum til stjórnar VR sem lauk í hádeginu. Hún hefur átt sæti í stjórn VR frá árinu 2022.

Fagfélögin fordæma verkbann
Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair.

Fundi frestað til morguns
Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag.

Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika
Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins.

Fyrst og fremst varnaraðgerð
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA.

„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR.

Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR.

Krafan er réttlæti
VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt.

Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA
Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld.

„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“
Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið.

Boltinn hjá Seðlabanka, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum
Samningur fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins var undirritaður í dag og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að allir þurfi að vera samstíga og að boltinn sé nú hjá Seðlabanka, fyrirtækjum landsins, ríki og sveitarfélögum.

Fagfélögin skrifa undir kjarasamninga
Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni.

Hefur aldrei heyrt um meint líkindi og horfir ekki á formúluna
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi og formaður Starfsgreinasambands Íslands segist aldrei hafa heyrt um það að hann sé líkur Jos Verstappen, föður heimsmeistarans í Formúlu 1, Max Verstappen.

Vöfflujárnið komið í samband og penninn mundaður
Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, stefna á að undirrita nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins klukkan tvö í dag.

Hroki og yfirlæti og hagsmunagæsla sjómanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir.

Svartur listi gegn mansali og launaþjófnaði
Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins.

„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“
„Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“

Segir sveitarfélögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir.

Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning
Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Sjómannafélagið stundi skemmdarstarfsemi
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirsvarsmenn Sjómannafélags Íslands ekki sýna neinn vilja til að semja um kaup og kjör fyrir hönd sinna félagsmanna. Samningar þeirra hafa verið lausir frá árinu 2019.