
Landslið karla í handbolta

Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München
Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi.

Fjalla um reiða strákinn Björgvin sem varð að fyrirmynd
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í forsíðuviðtali á vef handknattleikssambands Evrópu, í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst á morgun, þar sem hann ræðir um leið sína frá því að vera „reitt barn“ að því að verða fyrirmynd sem gæti hjálpað öðrum.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 30-37 | Fundu lausnir í Linz
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann Austurríki, 30-37, í seinni vináttulandsleik þjóðanna. Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir EM sem hefst á miðvikudaginn. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Serbum á föstudaginn.

Vantar einn í íslenska hópinn í dag
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður skipað sautján leikmönnum í dag, í seinni vináttuleiknum við Austurríki í undirbúningi sínum fyrir EM.

4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar
Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir.

5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar
Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 28-33 | Öruggt gegn Austurríki
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Austurríki, 28-33, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í dag. Liðin mætast aftur á mánudaginn.

6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar
Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan.

Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag
Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi.

7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar
Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum.

Utan vallar: Þetta einstaka eina prósent
Með allar líkur sér í óhag og eftir að hafa fengið mótlætisstorm í fangið vann Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt magnaðasta íþróttaafrek Íslandssögunnar. Þess vegna er hann verðskuldaður Íþróttamaður ársins 2023.

Saga Einars hvatning: Meðan aðrir voru með lóð var hann með prik
Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði aldrei fyrir yngri landslið Íslands og var um tíma nálægt því að skipta alfarið yfir í körfubolta, en nú er hann á leið á sitt fyrsta stórmót; EM í handbolta í Þýskalandi.

„Ég er ekki að fara að fela eitthvað“
Rétt rúm vika er í fyrsta leik strákanna okkar á EM í handbolta. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með undirbúning liðsins sem hann segir vera á pari.

Snorri um þá sem verða eftir: „Margir í þeirra stöðum“
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, heldur á morgun út til Austurríkis með EM-hópinn sinn sem hefur svo keppni í Þýskalandi á föstudaginn eftir viku. Hann útskýrði ákvörðun sína um hvaða tveir leikmenn detta núna út úr hópnum.

Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax.

8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar
Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært.

Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku.

Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá
Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki.

„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“
Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum.

9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar
EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir.

Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár
Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði.

Segir Ísland geta komið á óvart á EM
Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku.

„Þægilegt markmið að stefna á Ólympíuleikana“
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson segir að nýr landsliðsþjálfari Snorri Steinn Guðjónsson sé góður í því að kveikja í mönnum fyrir stórmótið sem framundan er.

U-18 ára landsliðið í undanúrslit
U-18 ára landsliðs íslands karla í handbolta er komið í undanúrslit á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi þessa dagana.

Ekki mitt hlutverk og nenni ekki að stýra væntingum
Snorri Steinn Guðjónsson kveðst fagna því að fólk geri væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta, sem hann stýrir á stórmóti í fyrsta sinn eftir rúmar tvær vikur.

Gísli klár í slaginn og Elvar á batavegi
Landslið karla í handbolta kom saman til æfinga í dag fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Landsliðsþjálfarinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.

„Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu“
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á EM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir að strákarnir séu hungraðir fyrir verkefnið.

Sandra og Gísli best í handbolta
Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins.

Stórt klúður þegar treyjur landsliðsins voru seldar
Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur.

Hvernig kemst Ísland á ÓL og af hverju styðjum við frændur okkar?
Íslenska karlalandsliðið í handbolta stefnir hátt á EM í Þýskalandi, og í því felst að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Það er ansi óljóst hve langt Ísland þarf að ná á EM til þess að komast nær stærsta sviði heimsíþróttanna en baráttan er við lið á borð við Portúgal, Holland og Serbíu.